Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 86
340
ÓLAI'UR LAHUSSON:
[vaka]
ann. Síðan lót Þorleikur gjöra bæ á Kambsnesi, „at
landamæri þeirra Hrúts ok Höskulds“*). Þegar Hrútur
f'lutti að Hrútsstöðum, het'ir bær hans á Iíambsnesi farið
í eyði, og Höskuldur haldið því landi. Nú var gjörður
þar bær af nýju, Kambsnes það, er síðan hefir verið,
og hyggður úr Höskuldsstaðalandi. Nú á tímum eru lönd
tveggja jarða á milli Kambsness og Höskuldsstaða, Saura
og Sauðhúsa. Þær jarðir hafa hvorugar verið byggðar,
er þetta gjörðist. Þær eru yngri. Saura er fyrst getið í
í máldaga kirkjunnar í Sælingsdalstungu 1327**), en
Sauðhúsa í bréfi 1410*** *•**)).
Hvenær bæirnir næstu fyrir innan Höskuldsstaði,
Hornstaðir og Leiðólfsstaðir, hafi byggzt, verður ekki
ráðið af sögunum. Laxdæla segii' að visu, að Þorleikur
hafi sett Ivotkel niður á Leiðólfsstaði* * * *), en öll sögn-
in um Kotkel er svo skáldsögukennd, að ekki er vert að
byggja mikið á henni. Al' ])essu sést þó, að Leiðólfsstaðir
eru byggðir áður en Laxdæla var rituð, Hornstaðir eru
nefndir í Sturlungu. En þó að báðar þessar jarðir befðu
verið byggðar á dögum Höskulds, þá hafa þeir frændur
fjórir, Höskuldur, svnir hans og Hrútur, búið á landi,
sem á síðari öldum hefir skiftzt á milli 15 jarða, alls
242 hundruðmn að fornu mati. Er það (>() liundraða á-
hýli handa hvorum. Var þó ábýli Dala-Kolls stærra, og
Höskulds, áður en hann skifti landinu. Það gefur að
skilja, að svo iniklar lendur báru mikil bú, og að bænd-
urnir á þeim voru stærri bændur en hinir, er sátu á
jörðunum seinna, eftir að þeim hafði verið skift.
Það má auðvitað segja, að nota verði þessar frásagnir
Laxdælu með allri varúð, og liæpið sé, hvort mikið mark
megi á þeim taka. En inér virðist, að þær hafi það ein-
*) Laxd., k. 25 sbr. k. 20.
*•) Dipl. Isl. IL, 383.
**•) Dipl. Isl. III., 011.
*•**) Lnxd. k. 30.