Vaka - 01.12.1929, Síða 91
VAKA
Últ HYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
345
rómantikin hei'ir ráðið dóminum um söguöldina, ]já hef-
ir Sturlungaöldin verið mæld ú mælikvarða horgaralegs
siðga'ðis 19. aldar. En ef vér leggjum frá oss fordóma
]>essa, og reynum iið dæma þessar aldir með hlutleysi
og réttsýni, þá verður niðurstaðan önnur. Munurinn á
Njálsbrennu og Flugumýrarhrennu er ekki svo ýkja-
mikill, er litiö er á alla málavexti. Mundu eigi sakir þær,
er Kolbeinn grön og aðrir hinir dyggustu og triiustu
fylgdarmenn Sturlunga höfðu á Gizur Þorvaldsson, jafn-
:ist nokkuð á \ið sakir Flosa á Njálssyni? Sturlungaöldin
er meira í ætt við söguöldina en menn hefir grunað.
Frá síðasta áratug 11. aldar er til merkilegt gagn um
hyggðarsögu landsins. Það er manntal Gizurar biskups,
1095. Hann lét telja bændur þá, er þingfararkaupi áttu
að gegna, og töldust þeir 4560 alls á landinu*). Af þess-
ari tölu verður það eigi séð, hve margar jarðirnar voru.
Fátækustu bændurnir áttu eigi að gegna þingfararkaupi,
og voru því eigi taldir. Hins vegar hafa sumstaðar fleiri
en einn þingfararkaupshændur búið á sömu jörð, og eru
þeir þá allir taldir. Hlutfallið milli jarðatölu og búenda-
tölu hefir að sjálfsögðu verið breytilegt á ýmsum tím-
um. Árið 1842 voru jarðirnar 5600, en búendur 7200** ***)).
Hlutfallið var þá 7 : 9. Hefði sama hlutfall verið á þessu
1095, mundu þessir 4500 bændur hafa setið á 3500 jörð-
um. Eru þá ótalin hýli allra hinna, er eigi greiddu þing-
fararkaup. Björn M. Olsen hefir reiknað út mannfjölda
hér á landi, 1095, eftir þessari tölu þingfararkaupsbænda.
Gizkar hann á, að hlutfallið milli tölu skattgjaldenda og
fólkstölu hafi verið svipað 1095 og það var 1850, 1 : 17.
Verður fólkstalan þá 77500“*). Hann reiknar að visu
ekki út húendatölu eða jarða, en segir ]ió, að meðal-
lolkstal á heimili muni varla nokkurn tíma hafa l'arið
*) Íslcndingalíók, k. 10; Bisk. I., 28, 69.
* *) J. Johnsen : Jarðatal, 395.
***) Safn IV., 356.