Vaka - 01.12.1929, Side 97
[ vaka]
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
351
A 14. öld lækkaði landsskuld af jörðum*), Hafði hún
áður víðast verið mjög há. Kúgildaleigur lækkuðu aftur
á móti ekki; fóru heldur hækkandi en lækkandi. Það
hei’ir því borgað sig vel fyrir landeigendur, að koma
sem mestu af búfé á leigu með jörðum sínum. og þessa
neyttu þeir. A 15. öld voru þvi innstæðulaigildi leigu-
jarða víða orðin mjög mörg. Fylgdi kúgildi hverjum 2
hundruðum lands á sumum jörðum Guðmundar Ara-
sonar á Reykhólum**). Það má nærri geta að leiguliðar
hafa oft átt fullt í fangi með að rísa undir slíkum kú-
gildafjölda, og að þeir hafa víða lilið getað haft af
skepnum, er þeir áttu sjálfir. Þegar svo var komið, gat
verið hagkvæmt fyrir leiguliðann, að taka annan mann
inn á jörðina með sér, og láta hann taka við nokkru af
kúgildunum. Til þessara tíma ætla ég, að hjáleigubyggð-
ina sé aðallega að rekja, 14. og 15. aldar. Þá fyrst
virðist ábúð jarða hafa verið komin i það horf, að
sennilegt sé, að hjáleigur hafi farið að hyggjast til
muna. Styðst þessi skoðun og við fleiri rök en þær lík-
ur einar.
Annar bærinn, sem nú er á milli Kambsness og Hösk-
uldsstaða, og sem ég gat þess um áður, að byggður hlyti
að vera síðar en þeir báðir, heitir Sauðhús. Þetta bæjar-
nafn geymir í sér nokkurn þátt úr sögu bæjarins. Það
sýnir, að þarna voru sauðahús, áður en þar varð byggt
ból. Þetta gefur oss tilefni til að spyrja að því, hvort
eigi sé unnt, að lesa byggingarsögu landsins að ein-
hverju leyti út úr bæjanöfnunum. Þessi spurning ligg-
ur nærri, einkum þegar þess er gætt, að staðanöfnin
hafa reynzt frændþjóðum vorum mjög mikilsverð heim-
ild, um landnámssögu þeirra. Af staðanöfnunum hafa
þeir getað ráðið margt, um aldur byggðanna, eða að
*) l’orlí. Jóliannesson: Vakn II. 24, 26. Þorv. Thoroddsen:
I.ýs. Isl. III., 41.
**) Dipl. Isl. IV., 725.