Vaka - 01.12.1929, Síða 99
{VAKA
ÚR BYGGBARSÖGU ÍSLANDS.
353
hverju uni sig, samhliða athugun á staðháltmn, myndi
efalaust oft geta gefið bendingar, hæði um aldursrÖð
hýlanna, og stundum jafnvel um það, hvenær þau voru
byggð. Þó er þess þar að gæta, að nai'nið getur bæði
verið eldra og yngra en bærinn; eldra þar sem staðar-
nafn hefir orðið bæjarnafn, er byggð hófst á þeim stað,
er nafnið hafði, og yngra, er bær skifti um nafn. Þessi
rannsókn er ógjörð að mestu leyti ennþá, og verður þess
vafalaust langt að biða, að henni verið lokið til nokk-
urrar hlítar. Hitt er fljótlegra, að athuga, hvort eigi
kunni að vera vissir flokkar nafna, er eilthvað megi
ráða af um þetta efni.
Bæjanöfnunum hér á landi má skifta i tvo flokka. Eru
í öðrum flokknum þau nöfn, sem að einhverju leyti lúta
að bvggð landsins eða notkun, nöfn eins og - s t a ð i r ,
- 1 a n d , - k o t, - g e r ð i, - s e 1 o. s. frv. í hinuin
flokknum eru nöfn, sem ekki lúta að þessu, og eru þau
flest dregin af náttúru umhverfisins, eins og nöfnin
- b a k k i, - h ó 1 1, - h o 11, -1 u n g a. Er skifting þessi
miðuð við endingar nafnanna, en Jiess ber þá að geta,
að sú skifling er ekki allskostar nákvæin, því stundum
bendir forliður nafnsins til kyggðar, þó endingin sé
náttúruheiti, t. d. nöfnin Staðarhóll, Kotvogur, Húsa-
liakki, Seljatunga. Hér verður þó látið sitja við fyrri
skiftinguna, og verða þá nálega jafn mörg nöfn í hvor-
um flokknum, um 3800 í hinum fyrra og um 4000 í liin-
um síðara.
Náttúrunöfnin leggur náttúran til sjálf. Síðan landið
byggðist hafa eigi orðið verulegar lireytingar á þeim
náttúruheitum, sem algengust eru. Því verður fátt af
þeim nöfnum ráðið um aldur bæjanna. Menn geta á
öllum öldum liafa nefnt nýbýli sín Hól eða Nes, Dal
eða Fell. Nöfn þessi skiftast að vísu misjafnt á héruð-
in, en því ræður landslagið, en ekki nafnvenjur fóllcs-
ins. Það er landslagið, sem ræður því, að - e y r a r eru
flestar á Vestfjörðum og - h o 1 t flest i Árnes- og Rang-
23