Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 101
[vaka]
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
355
héruðum eru þeir færri. Flestir eru þeir liltölulcga í
Vestur-Skaftafellssýslu (7,4ýí : 3,0%) og í Rangárvalla-
sýslu (11,1% : 7,3%), en fæstir i Suður-Múlasýslu
(0,6% : 3,3%) og í Dalasýslu (1,9% : 3,6%).
Kot skiftast aftur á móti miklu ójafnar á hóruðin.
Þau eru mjög fá i Skaftafellssýslum, en fer svo fjölg-
andi vestur eftir landinu. í Rangárvallasýslu eru þau
nærri réttri tiltölu (7,8% : 7,3%). í Árnessýslu eru þau
mun fleiri (12,9% : 9,5%) og ná svo hámarki sínu í
Gullbringu- og Kjósarsýslu (15,5% : 7,6%). Svo fer
þeim aftur fækkandi vestur eftir, í Borgarfirði (6,7% :
4,4%) og á Mýrum (3,5% : 4,9%), en fjölgar aftur á
Snæfellsnesi (6,4% : 5,2%) og i Dölum (3,5% : 3,6%).
Á Vestfjörðum eru þau mjög fá, fæst að tiltölu i ísa-
fjarðarsýslu (1,8% : 5,8%). Síðan fjölgar þeirn mjög á
vesturhluta Norðurlands, í Húnavatnssýslu (10,3% :
7,5% og í Skagafirði (11,8% : 8,6%). Úr þvi fækkar
þeim smátt og smátt austur eftir, þar til þau hverl'a á
Austfjörðum. Ur Norður-Múlasýslu hcfi cg ekki fundið
ncitt kot-nafn, og ein tvö úr Suður-Múlasýslu. Sést af
þessu, að það eru tvö svæði á landinu, þar sem kot-
nafnanna gætir mcst, annað suðvestanlands, Árnessýsla
og Gullhringu- og Kjósarsýsla, með samtals meir en