Vaka - 01.12.1929, Side 102
356
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vakaI
fjórðung allra kot-nafnanna (28,4%), en hitt norðan-
Jand, Húnavatns- Eyjafjarðasýsla, með tæpan þriðj-
ung nafnanna, samtals (80,2%). Hinsvegar eru nöfn
þessi mjög fátíð hæði á Vestfjörðum og þó einkum á
Austfjörðum.
G e r ð i eru langt fyrir neðan tiltölu um allar sveitir
frá Lónsheiði, vestur og norður að Vatnsskarði. I
Strandasýslu er ekkert gerðis-nafn, en annars eru þau
fæst að tiltölu i Árnessýslu (3,9 %: 9,5%), Snæfells-
nessýslu (0,3%: 5,2%) og í ísafjarðarsýslu (0,3%:
5,8%). Síðan fjölgar þeim stÓrkostlega. Flest eru þau í
Skagafjarðarsýslu (19,1% : 8,(5%), Eyjafjarðarsýslu
(20,6% : 7,3%) og Suður-Þingeyjarsýslu (18,2% :6,8%).
Er meira en helmingur allra gerðisnafnanna í þessum
þremur sýslum (57,9%). í Norður-Þingeyjarsýslu og í
Múlasýslum eru þau einnig mun fleiri en tiltölu svari,
þannig að alls eru meira en % hlutar allra nafnanna á
norðausturlandi (76,7%), í sveitunum frá Vatnsskarði
austur að Lónsheiði.
H ú s eru færri en tiltölu svari um allt landið, nema
á tveimur stöðum, í Gullbringu- og Kjósarsýslu og á