Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 104
358
ÓLAKUR LÁRUSSON:
[vaka]
Þingeyjar- og Múlasýslum. Er nálega helmingur allra
sel-nafnanna í þessum 4 sýslum.
Land-nöfnin og húðar-nöfnin eru svo fá, að efa-
sámt er hvort taka á þau mcð í þessum reikningi. En
um þau kemur hið sama fram, sem hin, er síðast voru
talin. Land-nöfnin eru einlcum á Norðurlandi, flest í
Skagafirði (20,7%) cn mörg í Húnavatnssýslu (9,8%),
Eyjafirði (10,9%) og í Suður-Þingeyjarsýslu (8,5%).
Alls er helmingur nafnanna í þessum 4 sýslum. Búð-
irnar eru hinsvegar einkum vestanlands og langflestar
á Snæfellsnesi. Er meira en helmingur allra nafnanna
(61,2%) í þeirri sýslu einni.
Línuritin, sem hér eru sýnd, lýsa þessum mun á skift-
ingu nafnanna. Þess skal getið, að Vestmannaevjar eru
ekki taldar með í þessum reikningi. Bæjanöfn eru svo
fá þar, að ekki þótti taka því að reikna út hlutfallstölu
þeirra*).
Af þessu scsl, hve misskift þessum nöfnum er um
landið. Ég gat þess áðan, að náttúrunöfnunum sumum
væri einnig misskift um landið, og að mismunandi
landslag í héruðunum mundi ráða því. En þar sem nöfn
eru dregin af landslagseinkennum, sem jafn algeng mega
heita um allt landið, munar litlu frá réttri tiltölu. Fylgja
liér línurit yfir tvö slík nöfn, -hól (296 nöfn) og
-hakka (126 nöfn), og sýna þau, hve jafnskift þess-
um nöfnum er um landið. Það gefur að skilja, að reikn-
•) í linuritunum mcrkir I. Austur-Skaftafellssýsla. II. Vestur-
Skaftafellssýsla. III. llangárvallasýsla. IV. Arnessýsla. V.
Gullbringu- og Kjósarsýsla. VI. Borgarf jarðarsýsla. VII.
Mýrasýsla. VIII. Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla. IX. Dala-
sýsla. X. Barðastrandarsýsla. XI. ísaf jarðarsýsla. XII.
Strandasýsla. XIII. Húnavatnssýsla. XIV. Skagaf jarðar-
sýsla. XV. Eyjaf jarðarsýsla. XVI. Suður-Þingeyjarsýsla.
XVII. Norður-Þingeyjarsýsla. XVIII. Norður-Múlasýsla. XIX.
Suður-Múlasýsla.