Vaka - 01.12.1929, Side 106
360
ÓLAFUR LÁRUSSON:
' vaka]
hús og Sauðhús sýna, að bærinn hefir verið hyggður
upp úr skepnuhúsum, og fleiri hús-nöfn munu eins vera
tilkomin, því enn í dag eru skepnuhús almennt kölluð
„hús“, án frekari skilgreiningar. Það er sagt, að fjár-
maðurinn gangi „á húsin“, er hann fer til beitarhúsanna.
Búð bendir til þess, að þar hafi verið veiðiskáli eða ver-
húð í fyrstu, og það er engin tilviljun, að búðirnar eru
flestar i veiðistöðvunum miklu undir Jökli. Þessi lands-
not hafa verið brúkuð frá öðrum hæ, og er sá hær því
eldri. Til hins sama benda fleiri nöfn önnur, svo sem
- f j ó s , - li I a ð a , - s k e m m a , -stekkur, - s tö ð -
u 11 , - t r ö ð og jal'nvel -1 ú n .
Magnus Olsen hefir sannað það, að bæir með i a n d -
nafni í Noregi eru „sekundære i forhold til en moder-
gárd“*), þ. e. byggðir út frá öðrum eldri hæ. Hann er og
á sama máli og Björn M. Olsen um það, að land-nöfnin
sum hér á landi muni eiga rót sína að rekja til akur-
lands, er hærinn hafi verið hyggður á**). Ég get verið
því sammála, en vil um leið geta þess, að ég ætla, að
land-nöfnin séu yfirleitt eldri hér á landi en flest hinna
af þessum nöfnum.
Þetta, sem hér hefir verið sagt, hendir þá til þess, að
bæir með þessum nöfnum séu byggðir út frá annari
eldri jörð. Til hins sama bendir það, hve margir hæir
með þessum nöfnum er kenndir við aðra bæ'r, t. d.
Hæringsstaðakot, Æsustaðagerði, Ljárskógasel, Rafns-
eyrarhús. Staðir eru aldrei kenndir þannig við aðra jörð,
og -bæir mjög sjaldan.
Þegar heimabóndinn byggði öðrum manni hjáleigu,
þá er líklegt, að hann hafi oft einmitt sett hjáleigu-
manninn niður í sel jarðarinnar, í heitarlnis frá jörð-
inni, á nátthaga, stekkjartún eða annað slíkt. Þar voru
oft hús fyrir, er hjáleigumaðurinn gat notað, eða tún-
*) Ættegárd og lielligdoin, 116.
**) Sama rit, 131—132.