Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 107
[vaka]
Úll BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
361
bleðill, sein hann gat ræktað upp. Það má því búast við því,
að bæir, sem bera nafn, er reka má til byggðar annars bæj-
ar eldri, séu aðallega hjáleigur. Sú verður og niðurstaðan,
er þetta er athugað. Af 926 býlum með slílui nafni og með
kotnafni, sem Jón Johnsen nefnir í jarðatali sínu, tel-
ur hann 649, eða 73,6%, vera hjáleigur. En, eins og áðúr
var getið, telur Johnsen hjáleigurnar of fáar, enda hefir
mér talizt til, að af jörðum, sem þessi nöfn liafa, i Rang-
árvalla-, Arnes-, Gullbringu- og Kjósarsýslum séu ná-
lægt 90% taldar vera hjáleigur í jarðabók Árna Magnús-
sonar. Þessi tala tekur af öll tvímæli um það, að nöfn
þessi hafa l'yrst og fremst verið valin handa lijáleigun-
um. En jafn vel þessi tala er ol' lág. Sum lögbýlin, er
þessi nöfn bera, munu eflaust vera fornar hjáleigur,
sem hækkað hafa i tigninni og orðið lögbýli. í annan
stað kemur það nokkuð víða í ljós, að lögbýli, sem heita
hjáleigunafni, hafa áður borið annað nafn. Sérstaklega
er þetta algengt um lögbýlin, sem heita kot-nöfnum.
Um mjög mörg þeirra verður það séð með vissu, að þau
hafa áður haft annað nafn. Kot-nafnið hafa þau fengið
tiltölulega seint, venjulega sem viðbót við hið fyrra
nafn sitt. Eru nokkur glögg dæmi þessa hér í nágrenni
Reykjavíkur. Býlin Hvammkot í Kópavogi (sem á síðari
árum hefir verið nafnt Fífuhvammur), Hagakot hjá Víf-
ilsstöðum, Óskot og Helliskot (Elliðakot) í Mosfells-
sveit og Fitjakot í Kjalarneshreppi eru öll gömul lög-
býli. Þau voru öll eign Viðeyjarklausturs. í skrá um
leigumála á jörðum klaustursins frá 1395*) eru býli
þessi nefnd Hvammur, Hagi, Ós, Hellar (þá í eyði) og
Fitjar. 1 fógetareikningum kringum 1550 eru þau þeirra,
er þá voru byggð, ýmist nel'nd þessum nöfnum, eða kot-
nafninu. Fitjar eru nefndar því nafni í reikmngnum
1547- 1548, en Fitjakot i reikningum næstu ára á eftir.
Hvammur er nefndur því nafni i reikningunum 1547 —
) Dipl. Isl. III. 503.