Vaka - 01.12.1929, Side 108
OLAI'UR LARUSSON:
[ VAKA j
1550, en Hvammkot í reikningnum 1552. Hagi er enn
ekki búinn að fá kot-nafnið i reikningunum*). Er hér
augsýnilegt hvernig kot-nafnið t'yrst festist við jörðina
í daglegu tali og kemst síðan inn í jarðabókina. Lík
dæmi iná mörg nefna víðsvegar um landið. Bakkakot
og Núpakot undir Eyjafjöllum hétu Bakki og Núpar**).
Múlakot í Lundarreykjadal hét Múli***). Bakkakot í Bæj-
arsveit hét Bakki****). EnniskoL i Viðidal og Hrísakot á
Vatnsnesi hétu Enni og Hrísf). Allt eru þetta gömul
lögbýli. Stundum var nafnbreytingin þó ennþá stórlcost-
legri. Staðir urðu að kotum. Ytri-kot og Fremri-kot í
Norðurárdal í Skagafirði munu hafa heitið Þorbrands-
staðir og Hökustaðir að fornuft). Líkt hefir átt sér
stað um surnai' lögbýlisjarðir, er bera önnur hjáleigu-
nöfn en rkot. Það er þannig líkleg tilgáta, að Kothús og
ívarshús í Garði séu gamlar jarðir, er þar voru og hétu
Straglástaðir og Darrastaðirftt). Að lögbýli bera hjá-
leigunöfn sannar því eigi, að þau nöfn séu gömul. Hitt,
að sýnt verður, að mörg þessara liýla hafa fengið nöfn
þessi tiltölulega seint, er vottur þess, að hjáleigunöfnin
tilheyri yfirleitt yngra stigi í byggingarsögu landsins, og
það bendir aftur til jiess, að hjáleigurnar séu flestar
byggðar nokkuð seint. En hvernig stendur á þessum
nafnbreytinguin lögbýlanna? Ég hygg, að þær hafi oft-
ast stafað af því, að býlin hafa lagzt í auðn í hili. Eink-
um á þetta við um kot-nöfnin. Það hefir verið tíðkað í
alþýðumáli, að neí'na rústir „kot“, jafnvel rústir af öðru
•) Dipl. Isl. XII. 75, 81, 80, 220.
**) I)ipl. IsL II. 418, 422.
***) Dipl. Isl. III. 88.
**•*) Grettis sa({a, k. 47.
t) IJipl. Isl. IX., bls. 314.
tt) Árbók fornl.fél. 1906, 24. Kálund: Ilist. top. Besk. II. 72.
t + t) A. M. Jarðab. 111, 106, sbr. Dipl. Isl. II. 20.