Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 111
[VAKA
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
305
ur landnámsbæjum, Hraungerði ug Vælugerði í Flóa.
Ank þess néfnir Landnáma í'jallið Hreggsgerðis- eða
Heggsgerðismúla í Hornafirði**). Er bærinn, sem fjali
þetta er kennt við, gamalt lögbýli ug sennilega forn
byggð. Önnur lijáleigunöfn í Landnámu eru Miðliús í
•Gmipverjahreppi ug Hanatún í Kræklingahlíð. í Mið-
húsum sal Þorbjörn laxakarl „enn fyrsta vetr“, en hann
hafði þrjár vetursetur áður hann kom í Haga, þar sem
liann bjó til dauðadags***). Eins og Brynjólfur Jónsson
hefir bent á, getur bærinn ekki hafa fengið þetta nafn
þá * * * *); hyggð til frambúðar hefir eigi verið reist þar
fyr en síðar. Hanatún, hær Eyvindar hana landnáms-
manns, segir Landnáma, að nefndur sé Marbæli, er hún
er rituðt). Hvorugt þessara nafna þekkist nú, en eyði-
býii rétt hjá Glæsibæ hefir verið nefnt Hanastaðir á
siðari öldumtt)- Er þetta líklega allt sama býlið, og svo
að skilja, að bærinn hafi verið fluttur þangað sem Glæsi-
bær er nú, en bæjarstæðið gamla verið nefnt Hanatún.
Hér að framan liefi ég reynt að færa nokkrar líkur
að því, að bæjanöfn, sem benda til þess, að býlið sé
byggt út frá annari jörð, og kot-nöfnin, séu langflest
nöfn á hjáleigum. Ég hefi sýnt fram á, að þessum nöfn-
um er mjög misskift um landið, og að það slcapi líkur
fyrir því, að þau séu nokkuð ung. Heimildirnar sýna
ennfremur, að þau þeirra, sem lang algengust eru, kot-
nöfnin, fara eigi að tíðkast fyr en á 14. öld. Virðist
þetta allt styrkja þá skoðun, sem áður var lýst, að hjá-
leigubyggðin hefjist eigi til muna fyr en á 14. öld. Þessu
til frekari styrktar má ennfremur geta þess, að orðið
h j á 1 e i g a kemur hvergi fyrir í fornu máli. Mér vitan-
**) Landnáma IV.—-10.
*•) Landn. V.—11.
**) Arb. fornl.fél. 1905, 31.
t) Landn. III.—14.
tt) Árb. fornl.fél. 1906, 20.