Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 113
[vaka]
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
367
Hjáleigubyggðin hlaut að hafa mikil áhrif á þjóðlifið
allt. Þó að nokkur aukin rækt fylgdi hyggingu þeirra, þá
var búskapurinn eftir sem áður aðallega rányrkja, og
hjáleigurnar hafa víðasthvar þrengt að heimabóndanum.
Afleiðingin af þessu varð fyrst og fremst sú, að ti! varð
í landinu fjölmenn stétt smáhænda, kotunga, fátækra og
lítilsmetinna, eins og óvirðingarnöfnin, sem mörgum
hjáleigum voru gefin sýna hezt. Jafnframt þrengdi ]>essi
hyggð að bændunum, og lækkaði hag þeirra, 'enda skii't-
usL ])á og jarðirnar með öðru móti, þannig, að fleirhýli
varð á fjölda jarða. Jarðabók Árna Magnússonar og
manntalið 1703 sýna, hve mjög jarðirnar þá voru orðn-
ar skiftar, fjöldinn allur af hjáleigum byggðar og tví- og
þríbýli á fjölda jarða. Öll þessi landsskifting htaut að
lækka stórum meðalefnahag og lífshagi bændannc. yfir-
leitt.
Það er fljótt á lilið mikið djúp staðfest á milli sögu-
aldarinnar og 17. og 18. aldar, óskiljanlega mikið, ef
bændurnir hafa verið jal'nmargir á söguöld og þeir voru
á 17. og 18. öld. En hafi þeir verið færri til muna, ])á
er munurinn ekki eins mikill. Þjóðlif sögualdarinnar
var að vísu glæsilegt. En þess glæsilega þjóðlífs nutu
fáir. Bak við glæsiniennsku höfðingjanna greinum vér
annað þjóðfélag, þrælana, sem
löj'ðu garða,
akra töddu,
unnu at svinuni,
geita gættu,
grófu torf*).
Kotungar 17. og 18. aldarinnar mundu eigi hafa viljað
skifta á sínum kjörum og þeirra. Niðurlægingaraldirn-
ar svonefndu eru heldur eigi jafn sneyddar öllum glæsi-
hrag og menn hafa ætlað. Allar götur fram á 18. 3Jd er til
innlend höfðingjastétt, landeignaraðall, sem átti því nær
*) Rígs]iula, 12.