Vaka - 01.12.1929, Side 116
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
6. LÚTHERSKI KIRKJUSÖNGURINN.
Þegar Lúther kom til sögunnar, var svo komið viðs-
vegar innan kaþólsku kirkjunnar, að boði Gregors mikla
var ekki fj'lgt um hinn Iátlausa „slétta“ söng, sem hann
hafði fyrirskipað. Mjög snemma höfðu klerkarnir tekið
að skreyta tónsönginn með allskonar viðhöfn og prýði.
Það mátti jafnvel segja, að einstök atkvæði fengju heil-
ar sönglinur, þar sem hljómbylgjurnar voru ýmist stig-
andi eða fallandi, eins og bezt sést á tíðasöng Þorláks
biskups helga; þar ná sumar hljómbylgjurnar yfir 15
17 eða 18 tóna. Jafnframt var sönghraðinn gjörður sem
allra fjölbreyttastur, með tví, þri og fjórliða hlaupum.
Sönghraðinn var þá ekki bundinn eins föstum reglunr
og nú tíðkast, og gátu þvi söngmennirnir leyft sér allt,
í þeirri grein; en öll þessi viðhöfn lengdi tíðagjörðina
afskaplega. Sá annmarki fylgdi þar á móti ekki þeirri
söngaðferð, er raddir voru hafðar fleiri — í liljómsöngn-
um — enda smeygði hann sér líka smámsaman inn í
kaþólska kirkjusönginn í flestum löndum, tvísöngurinn
hér á Iandi, en þrí og fjórraddaður söngur, þar sem —
eins og víða erlendis — söngmenntin og hljóðfæra notk-
unin leyfðu það. Fór þá aftur eins og fyrrum, fyrir daga
Gregors rnikla, að kirkjusöngurinn varð mjög sundur-
leitur víðsvegar innan kaþólsku kirkjunnar og á þvi
fékkst engin bót fyrri en um 1600, að Palestrina endur-
bætti hann, eins og fyrr var getið.
Lúther fór nú í þessu, sem flestu öðru, sína sérstöku
leið. Hann hóf hljómsönginn til vegs og virðingar, en
setti sem aðalreglu, að orð og lag ættu að fylgjast að