Vaka - 01.12.1929, Síða 119
Ivaka]
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
373
Pétur Guðjohnsen fékk söngmenntun sína í Dan-
mörku og liefði því mátt búast við, að hann mundi leit-
ast við að innleiða hér sömu lög og hann hafði lært og
voru tíðkuð þar. En hann virðist hafa verið þjóðrækinn
maður og viljað byggja kirkjusöngskerfi sitt á þjóðleg-
um grundvelli. Hann hefir auðvitað kunnað allan gamla
kirkjusönginn, eins og hann var sunginn í Skagafirði á
hans uppvaxtarárum, en um þann söng segir hann: að
sér geti ekki dulizt, að fjöldi af lögunum hafi verið bú-
inn að missa allt sitt eiginlega eðli í munni lýðsins og
sum enda orðin að þeim ófreskjum, sem sérhver óspillt
tilfinning flýr fyrir. Kveðst hann ætla, að þetta hafi rót
sína ekki einungis í skorti á allri íþróttalegri tilsögn í
söng í Skálholts- og Hólaskólum, en þar telur hann
vafasamt livort tilsögnin hafi verið önnur en að kunna
Grallaralögin, eins og þau höfðu verið sungin mann
fram af manni uin langa hríð, heldur einnig í því, að lög-
in hafi verið komin svo spillt frá hinum kaþólsku öld-
um yfir i hina lútliersku, og svo afbakazt æ meir og
meir eftir því, sem stundir liðu fram.
Að fara að taka þennan söng, hvort heldur það var
einraddaður söngur eða tvísöngur, og klæða hann í
samskonar búning og hljómsöng þann, er hann hafði
lært, fann hann, að ekki var viðlit; hann fór því þá leið,
sem eðlilegust var, þá, að leita til siðabótarsöngsins
þýzka og styðjast í því lagavali við innlendar nótna-
bækur, Hólabókina og Grallarann, eftir því sem til
vannst, en láta svo lögin koma fram i þeim búningi, sem
hann þekkti beztan og þau höfðu fengið i dönsltum kór-
albókum, og fylla síðan eftir því sem þurfti með lögum
eftir danska höfunda, og nokkrum, sem hann eða Weyse,
tónskáldið danska, höfðu samið upp úr gömlum inn-
Iendum lögum.
Ég hygg að, ef vandlega er athugað, megi sýna fram
á, að hið sennilegasta sé, að „gömlu lögin“, þessi sem
Pétri Guðjohnsen fundust vera „hreinar ófreskjur“, séu