Vaka - 01.12.1929, Síða 120
374
JÓN JÓNSSON:
[VAKA
flest einmitt sömu þýzku lögin, er siðabótarmennirnir
komu með frá Þýzkalandi og sem hann sjálfur athugaði
þá nokkuð, en síðar Jónas Jónsson þinghússvörður og
próf. Páll Eggert síðast hafa athugað og fundið í gömlu
þýzku kóralbókunum. Án þess að rekja uppruna ein-
stakra laga, vil ég nú sýna fram á, að með þeirri söng-
aðferð, sein höfð var hér á landi, bæði fyrir og eftir siða-
skiftin, var eðlilegt, að lögin breyttust, og það injög
snemma, jafnvel hjá sjálfum siðaskiftamönnunum, í
skólunum og á biskupssetrunum. Um þetta er það óræk-
asti votturinn, að á seinni hlula síðustu aldar, þegar ég
þekkti til, voru sömu lögin sungin mjög á einn veg á
Austurlandi og Vesturlandi. Móðir mín, sem var fædd
og uppalin í Múlasýslum, söng passiusálmalögin t. d.
mjög líkt því, sem þau voru sungin í Hvammssveit af
þeim bræðrum Jóni Jónssyni lireppstjóra á Hóli og Jóni
á Akri, og i Laxárdal af Þórði Þórðarsyni forsöngvara
á Vígúlfsstöðum. Sama kemur fram í þjóðlagasafni síra
Bjarna Þorsteinssonar. Þar eru mörg sálmalög, sem
Iiann hefir fengið frá mönnum víðsvegar af landinu, og
eru mjög lík. Ég set hér sem dæmi lagið: Adams
b a r n, synd þ í n s v o v a r s t ó r :
1. Eins og það er í Grallaranum.
2. Eins og Þorleifur Þorleifsson á Siglunesi söng það
og sira Bjarni Þorsteinsson sjálfur nótnaritaði eftir
honum.
3. Eins og síra Sigtryggur Guðlaugsson á Þóroddsstað
og Finnur Jónsson á Kjörseyri höfðu nótnaritað það.
4. Eins og móðir mín, Guðlaug M. Jónsdóttir i Hjarð-
arholti söng það og það var sungið yfirleitt í Dala-
sýslu um 1880.
Þetta lag sýnir beriega sinn rétta uppruna og svo
breytinguna, sem s t r a x hefir á því orðið. Ég lít svo
á, að hefðu lögin verið smám saman að aflagast úti á
meðal almennings, væri óhugsandi, að þær breytingar
hel'ðu orðið svo líkar í öllum landsfjórðungum.