Vaka - 01.12.1929, Side 121
ívaka]
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
375
Mér virðist, að á þessu lagi megi glögglega sjá, að söng-
hátturinn er frá kaþólskum tímum, þó lagið sé frá því
eftir siðaskifti, en til frekari skýringar set ég nokkur
samanburðardæmi.
1. Sanctus í kaþólskum stil.
2. Dagur í austri öllum eða Allt eins og blómstr-
ið eina, eins og það var sungið í Hjarðarholtskirkju
um 1880 af forsöngvara Guðmundi Tómassyni á Víg-
úlfsstöðum.
3. Með gleðiraustu og helgum hljóm, eins og það var
sungið á Mýrunum í æsku síra Bjarna Þorsteins-
sonar.
Um það segir hann: „Þetta lag, aðaljólalagið frá
gömlu dögunum, er hér uppskrifað eins og ég lærði
það á uppvaxtarárum mínum; en þar eð ég var far-
inn að ryðga i því á stöliu stað, hafði ég góðan
stuðning af Þorleifi gamla á Siglunesi, sem kunni
lagið nokkurn veginn vel og hafði sungið það nær
því eins og þeir Mýramenn; þó höfðu þeir syðra
nokkuð fleiri „krúsedúllur" í laginu en Þorleifur,
en aðaltónarnir voru hinir sömu. Man ég það vel.
að sumir þar syðra byrjuðu lagið þannig:“ (Sjá
nótnaritið).
4. Eilíf dýrðleg æðsta vera:
a. Eins og það er prentað i þjóðlagasafni sira
Bjarna Þorsteinssonar.
b. Eins og Guðmundur Tómasson söng það.
Þetta er auðsjáanlega sama lagið, en sýnir ljóst
það tvennt: Annað, hvað lögin gátu breyzt við
söngháttinn, og hitt, hve snemma sú alda fer að láta
á sér bóla, að réttara og fegurra sé að slétta söng-
inn.
Um 1850 var víða farið að syngja slétt. Það gjörðu
helzt prestarnir og aðrir, sem höfðu einhver kynni haft af
nýja söngnum. Hinir héldu fornri venju, sem voru utan
við þennan menningarstraum eða að eðli mjög fast-