Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 124
378
JÓN JÓNSSON:
vaka]
urnar, enda var nýi söngurinn eftir 1850 í fulla hálfa
öld að ryðja sér til rúms uin land allt. Forsöngvarinn
hafði áður sérstaklega á hendi það vandasama starf, að
halda uppi réttri tónhæð; þess vegna notaði hann hvert
færi, sem gafst, til að hækka tóninn, sem hann fann og
vissi, að alltaf sótti niður. Á svífandi tónliðum eða tón-
liðahlaupum gat hann oft hafið sig upp yfir söngflokk-
inn og náð réttri tónhæð; af þessu mynduðust rokurnar,
sem algengar voru einmitt hjá góðum söngmönnum. Þær
gátu lika hjálpað til við sönghraðann, sem einatt vildi
verða víxlaður, þegar margir og misjafnir söngvarar
sungu saman í kirkjum og gjörðu kliðinn mikinn. Við
hver Ijóðlínuskifti reið forsöngvaranum á að skera upp
úr; var þá títt, að hann notaði tækifærið og hraðaði sér
að ná i byrjunartón næstu Ijóðlínu og lét hann hljóma
hvellt, meðan aðrir voru að draga seiminn á endatón
fyrri hendingar. Víða í gömlu lögunum má finna, að
þetta tónhlaup var til, og að byrjunartónn síðari ljóð-
línu festist við endatón hinnar fyrri, eins og víða má
sjá dæmi til í Þjóðlagasafninu.
Umfram allt þurfti forsöngvarinn að nota tækifærið
við versaskifti, ef svo illa hafði tekizt, að tónhæðin var
fallin að mun. Hann hækkaði þá tóninn um tviund eða
þríund. eftir þörfum, og þurfti töluvert lag til að fá
söfnuðinn til að fylgjast vel með í þessum snúningum.
Góðir forsöngvarar voru leiknir í öllu þessu. Sé nánar
athugað, hvaða þýðingu svona söngháttur hafði fyrir
meðferð laganna, verður það Ijóst, að sjálf tónbygging
þeirra verður sem veikur þráður innan í skrautinu, við-
höfninni og rokunum, sem mest bar á. Hinar svifandi
tónbylgjur létu sönginn vagga eins og skip á öldurn; en
þegar minnst varði hóf máske einhver söngvarinn sig upp
um heila finnnund og jók kliðinn með hreinum tvísöng.
Þetta gjörðu margir prestar, tf þeir voru góðir söng-
menn, eins og t. d. Stefán prestur Benediktsson i Hjarð-