Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 135
VAKA ,
KITFUEGNIK.
389
brosa til hans og iáta hið fjarhvíta ljós hans í'ylla hug-
ann sunnudagsunaði og jólaskapi. En hvert sinn er
hann hafði verið slæmur eða gert eitthvað ljótt, þá
forðaðist hann helzt að líta i áttina til jökulsins, þá var
sem hugurinn lokaðist fyrir ljósi hans, eins og eitthvað
svart væri komið á milli, svo að það gæti ekki skinið
innst í sál hans. Það vakti honum ætíð sorg og blygð-
un, það var eins og að verða ósáttur við föður sinn og
móður“. —
Hver sem drögin til sögunnar hafa verið, þá gengur
hún á sömu nótum og vísa Þóris. Halldór Bessason,
norðlenzki sægarpurinn, er ílurvaxna karlmennið, seni
konur ósjálfrátt unna. Hann er í senn bæði veikur og
sterkur. Veikleikinn stafar af því, sem bezt er í fari
hans. Fyrsta ást hans er djúp og hrein, viðkvæm og ó-
framfærin. Það ræður örlögum hans. Einkavinur hans
fellir ást til sömu stúlku. Halldór hefir sig ekki frammi,
ætlar henni að velja milíi þeirra. Hún tekur hinn
en gleymir Halldóri aldrei. Hann yfirgefur æskustöðv-
ar sínar fyrir norðan og gerist hóndi og formaður á bát
á Suðurlandi. Fær fyrir ráðskonu og þar með ástmey
Salvöru, glæsilegustu konu þar um sveitir, er danskur
selstöðukaupmaður hefir lengi gengið eftir. í ofviðri
einu verður Halldór að leita hafnar i annari sveit, kemst
með naumindum til bæjar og situr þar veðurtepptur í
þrjár vikur. Þarna hittir hann unga og óframfærna
stúlku, er dregur huga hans að sér með örlagaríku
seiðmagni, af því að hún minnir hann svo mjög á fyrstu
ástmey hans. Hann lofast henni áður en hann fer það-
an, þó að hann finni, að þarna gerist hann ódrengur.
Hann er nú bundinn því bandi, sem hann má ekki slíta
og verður að taka afleiðingunum, hvað sem á dynur.
Þegar hann kemur heim, brestur hann kjark til að
segja Salvöru, hvernig komið er, og sér loks ekki ann-
ars úrkost en að söðla hesta sína og sækja hina. Salvör
spyr hvort þetta sé nýja húsmóðirin, og er hann játar
j)ví, rekur hún silfurbeltið, tryggðapantinn frá honum,
á nasir honum, gengur tíguleg á fund kaupmannsins og
giftist honum. —■ Sagan verður nú uin baráttu Halldórs
— um baráttu hans við náttúruöflin, þar sem hann
gengur jafnan með sigur af hólmi, að vísu eitt sinn sem
örkumlamaður, — uni baráttu hans við dapurlegt