Vaka - 01.12.1929, Page 138
RITHKEGNIR.
VAKAj
:m
anna er ekki nægilega rökstutt sálarlega. Af hvaöa
hvötum og með hvaÖa hugarfari drýgir Árni munkur
þá synd, er hann telur höfuösynd, að flýja með ástiney
sína til fjalla, eftir að hann er búinn að liggja heila nótt
á hæn og hefir beðið bæði ábóta og munka að biðja fyrir
sér? Og af hvaða hvötum brennir Björn formaður ,,Pol-
lux“; og því breytist hann svo við fangelsisvistina, að
varla er unnt að þekkja hann fyrir sama mann? Engin
grein er gerð fyrir sálarkvölum þeiin, er kunna að hafa
valdið þessum' stakkaskiftum. Eins situr hann á ,,nýja
Pollux“ einn góðviðrismorgun líkt og í leiðslu, en kemur
í land sein nýr maður, án þess að gerð sé grein fýrir,
hvers vegna hann réttir við aftur.
Þetta verður allt að lesa á milli lína og lokar það allt
of mjög söguhetjunum fyrir lesendum. Allt önnur og
meiri innsýn opnast manni í sálarlíf Halldórs Bessa-
sonar i „Livets morgen“, enda lifir maður og þjáist með
honuin.
Samt sem áður hefi ég j)á trú, að Davíð Þorvaldsson
sé efni í góðan rithöfund, því að ekki hrestur hann
samúðina með þeim, sem bágt eiga og farið hafa halloka
í lífinu.
Hver veit nema höf. verði einn þeirra manna, sem eiga
el'tir að verða boðberar íslenzkra bókmennta út um
heim. Hann er þegar farinn að rita á frönsku og ein saga
hans birtist nú i kunnu frönsku tímariti.
Oss íslendingum nægir ekki það til lengdar, þótt ein-
slaka menn riti á dönsku eða norsku, eins og þeir
Gunnar Gunnarsson og Kristmann Guðmundsson hafa
gert.
Vér verðum að vona, að vér eig'numst smásaman
menn, sem hafa eitthvað að segja og geta ritað það á ein-
hverju heiinsmálanna. En á þessu eru einmitt meiri
horfur nú en áður, el'Lir'að ísl. stúdentar eru teknir að
dreifa sér til náms og starfs út um helztu menningar-
lönd Evrópu. Er það ósk mín, að Davíð öðlist eitthvert
brot af þeim sannleika, sem hann langar til að boða.
Á. H. H.
FLEYGAR S'l'UNDIR. Sögur eftir .lakob Thorarensen.
Reykjavík, 1929.
Jakob Thorarensen er fyrir löngu orðinn þjóðkunn-