Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Page 7
tí'ímarit <3ðnaðarmanna
Gefið út af stjórn Jðnaðarmannafjelagsins, Reykjavík.
SFT hefir verið um það rætt innan
Iðnaðarmannafjelagsins í Reykja-
vík, hvílíka nauðsyn bæri til þess,
að íslenskir iðnaðarmenn eignuðust tímarit,
sem yrði málsvari þeirra. Um eitt skeið var
málið komið í það horf, að ráðinn var rit-
stjóri, Rögnvaldur heitinn Olafsson, hús-
gerðarmeistari. Rögnvaldi entist ekki aldur
til þess að koma út ritinu, því heilsan brást
áður en varði. Framkvæmdir urðu svo eng-
ar í málinu þangað til síðastliðið ár, að á-
kveðið var að byrja á útgáfu tímarits á sex-
tugsafmæli fjelagsins. Að líkindum verður
fyrst í stað um ársfjórðungsrit að ræða og
birtist hjer fyrsta eintakið sem einskonar af-
mælisgjöf til iðnaðarmanna. En fjelagið ræðst
í útgáfu ritsins eingöngu fyrir þá sök, að
með ári hverju kemur betur í ljós sundur-
þykkja iðnaðarmanna í þeim málum, sem
varða hag þeirra og þjóðarinnar. Hjer og
þar eru að vísu iðnaðarmenn sem hafa ó-
skiftan samvinnuvilja, en þá vantar gagn-
kvæman skilning stjettarbræðra sinna. Iðn-
aðarstjettin íslenska er á uppvaxtarskeiði,
og svipað má segja um atbeina Alþingis í
iðnmálum. En iðnaðarmenn geta ekki ásak-
að löggjafarvaldið fyrir aðgerðarleysi áður
en þeir vita hvað þeir vilja. Ástandið er
ósköp eðlilegt. Landið er strjálbygt og auk
þess eru iðnaðarmenn ósamhentir þótt í
kauptúni sje. Nú er tími til kominn að
ræða um samvinnu og til þess ætti tíma-
ritið að vera vel fallið. Óskift samvinna er
fyrsta sporið í framfaraáttina. Hún eflir iðn-
aðarstjettina út á við og inn á við. Sam-
tökin eiga einkum að vera í því fólgin
að efla bóklega og verklega mentun iðnað-
armanna, svo að vandvirkni og hagsýni
aukist í öllu er að iðnaði lýtur. Með slík-
um hætti verður iðnaðarstjettin samkepnisfær,
og samtök á þessum grundvelli á tímaritið
að glæða. Það á líka að hafa vakandi auga
á öllu er iðnaði vorum mætti að gagni
koma, svo sem nýjungum og lagaákvæðum,
er að einhverju leyti kynni að hafa áhrif á
iðnað vorn. Ennfremur á ritið að útbreiða
almenna þekkingu á iðnmálum og auka
þannig skilning þjóðarinnar og löggjafar-
valdsins á því, sem.eflt gæti íslenskan iðnað.
Vitanlega kemur tímaritið því aðeins að
tilætluðum notum, að iðnaðarmenn geri sjer
glögglega grein fyrir því, að hjer sje um
sameiginlegt málgagn að ræða. Að því leyti
er gagnsemi ritsins undir því komin að iðn-
aðarmenn og fjelög þeirra færi sjer það í
nyt, og ræði í því mál þau, er nokkru varða
iðnaðinn.
Verkefnið er víðtækt og erfitt viðfangs,
en því miklu fremur ættu iðnaðarmenn að
sameinast um ritið og stuðla að því að það
geti lagt til farsælan þátt í þjóðlíf vort.
Með óskiftri viðleitni reynum vjer að hefja
göngu tímarits iðnaðarmanna í þeirri von að
því verði vel tekið, og að það geti orðið
ljósberi íslenskra iðnmála.
F. h. Stjórnar Iðnaðarmannafjelagsins.
Gísli Guðmundsson,
formaður.
1