Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1927, Blaðsíða 20
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA læra þar þær námsgreinar sem honum sýndist og hvenær sem hann vildi. Stofnkostnað skólans kvað hann lauslega áætl- aðan 600 þús. kr. og væri meiningin að Iðnaðar- mannafjelagið greiddi Vio af þeirri upphæð, versl- unarstjettin Vio og ríkissjóður og bæjarsjóður, það sem eftir væri að jöfnu. Síðan var lögð fram og afhent til umræðu svo- hljóðandi tillaga frá þeim Steingr. Jónssyni og Helga H. Eiríkssyni: »Iðnaðarmannafjelag Reykjavíkur lýsir yfir því, að það aðhyllist skólahugmynd þá, sem ]ón Ofeigsson hefir borið fram og tjáir sig samþykt aðal-atriðum frumvarpa þeirra til laga og sam- eiginlegrar reglugerðar fyrir skóla Reykjavíkur, sem fulltrúanefnd aðilja hefir fallist á og borið fram.« Tillagan var samþykt til annarar umræðu. Vms stjórnmál hafa verið rædd á fundum fje- lagsins, en ekki er hægt að segja, að það hafi tekið verulega afstöðu til pólitískra deilumála. Enda hafa jafnan verið í fjelaginu menn úr ólíkum stjórnmálaflokkum. Bæjarmál hefir fjelagið látið sig miklu varða, og hefir það að minsta kosti þrisvar sinnum komið manni að í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fjelagið hafði snemma hug á, að gefa út blað fyrir iðnaðarmenn. Arið 1908 var samþykt að ráðist skyldi í útgáfuna, og Rögnvaldur Olafsson húsameistari var ráðinn ritstjóri blaðsins. Ekki varð þó af framkvæmdum að sinni. Mun þar hafa valdið mestu um veikindi og fráfall Rögnvalds. Síðar fór Iðnfræðafjelagið að gefa út tímaritið »Sindra«, sem iðnaðarmenn ljetu sjer nægja með í svipinn. En ekki Ijet Iðnaðarmannafjelagið málið sofna, og á fundi 20. nóv. 1925 vakti Magnús Benjamínsson máls á því, að það væri ekki vansa- laust fyrir fjelagið, að vera ekki enn þá búið að koma á fót tímariti. Bar hann fram tillögu um, að stjórninni væri falið á hendur, að undirbúa útgáfu tímarits, sem bæri nafn fjelagsins. Var tillagan samþykt. Á fundi 13. febr. 1926 var málið aftur rætt, og þá var einnig talað um að gefa út minn- ingarrit á sextíu ára afmæli fjelagsins 1927. — Að lokum kom stjórn fjelagsins fram með svo- hljóðandi tillögu, sem var samþykt með öllum at- kvæðum gegn einu. »Stjórnin leggur til að gefið verði út afmælis- rit á sextugs afmæli fjelagsins, og þá jafnhliða ársfjórðungsrit, sem verði tímarit Iðnaðarmanna- fjelagsins, og stjórn fjelagsins sje falið að annast útgáfu afmælisritsins á kostnað fjelagsins.« Þetta rit hefir hjer með göngu sína. Niðurlag. Nú er Iðnaðarmannafjelagið sextugt. Sextíu ár eru langur tími, og á þeim má afkasta miklu. Ef til vill eru þeir menn margir, sem hafa þá skoðun, að fjelaginu hafi ekki tekist að koma eins miklu í verk og búast hefði mátt við. En þeir verða að gæta þess, að það hefir verið brautryðjandi, og hefir orðið að stríða við alla þá erfiðleika, sem vanalega eru hlutskifti frumbýlingsins. Það hefur göngu sína, þegar iðnaður var ungur og óþroskað- ur hjer á landi, og því hefir auðnast að sjá hann taka meiri framförum, en dæmi eru til áður í sögu vorri. Island er land möguleikanna. Það framleiðir ógrynnin öll af hráefnum, og það er auðugt af náttúruöflum, sem nota má í þjónustu iðnaðarins, þegar mannsandinn hefir lagt hina viltu krafta nátt- úrunnar í fjötra. Það eru því miklar líkur til þess, að Island eigi eftir að verða mikið iðnaðarland. Vonandi tekst Iðnaðarmannafjelaginu að ganga þar í broddi fylkingar. Það skal verða heillaósk þess á sextíu ára afmælinu, að því megi eigi aðeins auðnast að vinna fyrir íslenskan iðnað, heldur að starf þess í smáu og stóru, miði jafnan að því, að auka heill og heiður föðurlandsins. [ 14 1

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.