Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 12
Þingsetningarræða Vigfúsar Sígurðssonar Hæstvirtur iðnaðarmálaráðherra. Háttvirtu iðnþingsfulltrúar. Virðulegu gestir. Ég býð yður öll velkomin til setningar 28. Iðnþings Islendinga, sem haldið verður hér í Reykjavík dagana 8.-10. þ. m. Ég býð sérstaklega velkomna þá fulltrúa, sem mæta nú í fyrsta sinn á Iðnþingi til fundar í heildarsamtök- um iðnaðarmanna til samstarfs og í leit að lausn á þeim vandamálum, sem að steðja hverju sinni og að gleðjast yfir að hafa sameiginlega leyst vandamálin og sigrast á erfiðleikunum. Frá því við vorum síðast saman á Iðnþingi hefur enn verið höggvið skarð í raðir þeirra manna, sem setið hafa Iðnþing. Einar B. Kristjánsson, byggingameistari lézt 2. ágúst s. 1. 74 ára að aldri. Einar var fæddur að Görðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 22. febr. 1892. Hann stundaði nám í Flensborgarskóla 1913, lauk prófi í húsasmíði 2. maf 1928 og fékk meistararéttindi sama ár. Hann var einn af stofnendum byggingafélagsins Stoð hf. og var formaður þess og framkvæmdastjóri frá byrjun. Hann var yfirsmiður við fjölda stórbygg- inga bæði hér í höfuðborginni og úti á landsbyggðinni. Hann var í stjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur um nokkur ár og fulltrúi á Iðnþingum auk margra annarra trúnaðarstarfa. Einar var eftirminnilegur persónuleiki, mikill at- hafnamaður í byggingaiðnaði, vel virkur og góður iðnaðarmaður, glaðvær og góður félagi og hafði lag á að sjá björtu hliðarnar á hverju máli og gera erfið vandamál bærileg. Ég vil biðja viðstadda um að votta hinum látna sómamanni virðingu sína með því að rísa úr sæti. Ég vil ekki láta hjá líða hér við þingsetningu að fara örlítið yfir það helzta sem hefur áunnizt síðan við héldum siðasta Iðnþing. Iðnfræðslufrumvarpið, sem þá hafði verið lagt fyrir Alþingi í annað sinn, er nú orðið að lögum. Má segja að með tilkomu þessara laga sé um að ræða byltingu í iðnfræðslunni í landinu. Mun ég ekki lýsa þessum lögum nú, það hefur verið gert áður og þau birt í heild í síðasta hefti Tímarits iðnaðarmanna. Ég vil þó geta um breytingu, sem gerð var á frumvarpinu í meðferð Alþingis, þar sem ákveðið var að þeir skólar, sem hefðu minnst 60 nemendur, þegar lögin tækju gildi, skyldu starfa áfram. Ég veit að margir eru þakklátir fyrir þessa breytingu, sem er þess eðlis að ýmsir halda sínum skólum áfram, sem annars hefðu verið lagðir niður cg sameinaðir öðrum stærri skólum. Ég tel ástæðu til að þakka hæstvirtri ríkisstjórn og Alþingi fyrir samþykkt þessara laga og skilning á þess- um málum. Ég vildi mega vænta þess að lögin verði sem fljótast látin koma til framkvæmda og fyrstu verk- námsskólarnir stofnsettir. f setningarræðu á síðasta Iðnþingi ræddi ég nokkuð um Iðnlánasjóð, gerði saman'burð á tekjum og lána- möguleikum hans annarsvegar og tekjum annarra stofnlánasjóða hins vegar og lýsti því misrétti, sem þarna var iðnaðinum í óhag. Nú hefur verulega verið úr þessu misrétti bætt með þeirri breytingu, sem síðasta Alþingi gerði á lögunum um Iðnlánasjóð. Tekjumöguleikar hans eru auknir verulega meðal annars með stórauknu framlagi ríkis- sjóðs þ. e. úr 2 millj. í 10 millj. króna. Iðnþing mun sérstaklega þakka þessa framlagshækk- un og líta á hana sem viðurkenningu á réttmæti þeirrar kröfu, sem það hefur gert, að framlag ríkisins verði hverju sinni svipuð upphæð og iðnlánasjóðsgjaldið, sem iðnaðurinn greiðir sjálfur til sjóðsins. Þá var lántökuheimild sjóðsins aukin upp í 250 millj. kr., þar af 100 millj., sem gert er ráð fyrir að renni til stofnunar á sérstökum lánaflokki innan Iðnlánasjóðs til hagræðingalána fyrir íslenzkan iðnað. Hér er um nýmæli að ræða, sem mun hafa mikla þýðingu í fram- tíðinni. Þá hefur verið ákveðið, að til Iðnlánasjóðs renni um 4% af framleiðslugjaldi Álverksmiðjunnar í Straumsvík, mun Iðnlánasjóður fá þar verulegan 68 TÍMARIT IÐNAÐAR MANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.