Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 20
Helgi Hermánn Eiriksson, fyrrv. forseti Landssarnbandsins og Sig- urgeir Guðmundsson, skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði. lega leiðbeiningaþjónustu við þau. Að lokum kvaðst Haar vona, að hann hafi gefið fulltrúum einhverja mynd af iðnaðarmálunum í Noregi. Hann nagðist vilja mta tækifærið til að lýsa yfir trú sinni á iðnþróun á Islandi. Erfiðleikar væru miklir, en íslenzkur iðnaður væri á umbrotatímum, iðnþróunin byggðist fyrst og fremst á mönnunum, sem að henni starfa og hann sagð- ist vera viss um að hér væru þeir frumkvöðlar til, sem þyrfti til að bnóta nýjar leiðir. Þórir Einarsson skýrði nú í stuttu máli frá aðalinni- haldi erindis:ns en fjölrituðum úrdrætti hafði einnig verið dreift meðal fulltrúanna. Síðan var orðið gefið laust og þingfulltrúar beðnir um að koma fram með fyrirspurnir. Biarni Einarsson þakkaði ræðumanni er- indið og sagði, að sömu hugmyndir virtust á kreiki í báðum löndunum um lausn vandamála þeirra, sem iðn- aðurinn stæði nú frammi fyrir. Hann skýrði frá hug- mynd um uppbyggingu á stálskipasmíðastöð á Suður- nesjum, sem hann hefur átt við að undanförnu. Hann sagði, að það væri vandamál að finna íslenzkan aðila, sem ráðlagt gæti um hvort bæri að leggja í slíka fjár- festigu, og hefði talsvert fé verið lagt í skipulagningu. Að þessu fyrirtæki stæðu 7 fyrirtæki og væru þau sam- mála um, að þetta væri eina leiðin til að koma á fót stálskipasmíðastöð á íslandi. Bjarni spurði nú fyrirles- arann hvaða leið norska ríkið mundi fara til að stuðla að framgangi slíkra hugmynda í Noregi. Ingvar Jó- hannsson bar fram fyrirspurn um hvort það þekktist í norskum þjónustuiðnaði, að ríkið legði verðlagsákvæði á útselda þjónustu viðgerðarfyrirtækja. Hann sagði að vegna slíkra verðlagsákvæða hér á landi stæði fyrir dyrum rekstrarstöðvun fjölda fyrirtækja. Fyrirspurn Bjarna Einarssonar svaraði Arna Haar á þá leið, að Aðlögunarsjóður heimaiðnaðarins mundi greiða hluta af kostnaði við að koma samstarfinu af stað t. d. við áætlunargerð og þess háttar, ennfremur mundu fyrir- tækin hafa fengið undanþágu frá greiðslu verðhækk- unartekjuskatts af verðmæti hlutabréfa ef til algerrar sameiningar hefði komið. Einnig mundu þeir geta feng- ið hagræðingarlán með hagkvæmum kjörum úr sérstök- 76 um sjóði, sem lánar stundum allt að 100% kostnaðar við slíkar breytingar. Þá upplýsti hann að verðlagshöft hefðu verið afnumin í Noregi fyrir meira en 10 árum, en hins vegar væri til löggjöf, sem heimilaði opinber af- skipti af einokunarmyndun og ættu að koma í veg fyrir að fyrirtækin notfærðu sér einkasöluaðstöðu á markað- inum. Ekki voru bornar fram fleiri fyrirspurnir en Bjarni Einarsson þakkaði fyrir upplýsingarnar og beindi þeim tilmælum til framkvæmdastjóra, að þær yrðu birtar opinberlega. Að lokum þakkaði Tómas Vig- fússon fyririesara hið ágæta erindi hans og sleit fundi kl. rúml. 12. Fundi var fram haldið kl. 14.15 síðdegis, og stjórnaði þingforseti Ingólfur Finnbogason fundi. Nú voru tekin til afgreiðslu álit nefnda. Garðar Björnsson, Hellu, hafði framsögu fyrir áliti skipulagsnefndar um inntökubeiðni Netastofnunar hf. og mælti nefndin með því að fyrirtækið yrði tekið inn í Landssamband iðnaðarmanna. Var það samþykkt samhljóða. Vigfús Sigurðsson, Hafnarfirði, hafði framsögu fyr- ir fjárhagsáætlun Landssambands iðnaðarmanna, sem fjármálanefnd hafði fjallað um, og mælti nefndin með áætluninni eins og hún hafði verið lögð fram. Fjár- hagsáætlunin var síðan samþykkt samhljóða. Jón E. Ágústsson hafði framsögu fyrir áliti iðn- fræðslunefndar um iðnfræðslu og tæknimenntun. Hann sagði að leggja yrði höfuðáherzlu á að fjár yrði aflað til að framkvæma hina nýju iðnfræðslulöggjöf, til skólabygginga, þjálfunar starfsfólks o. s. frv. Nokkrar umræður urðu um iðnfræðslumálin. Grímur Bjarnason ræddi um viðbyggingu við Iðnskólann í Reykjavík og spurðist fyrir um skipulagningu innanhúss. Þór Sand- holt, skólastjóri svaraði fyrirspurnum Gríms. Enn- fremur talaði Sigurður Hólmsteinn Jónsson og þeir Grimur Bjarnason og Þór Sandholt aftur. Þá tók til máls Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri í Hafnar- firði og kvaðst taka undir skelegga og skorinorða kröfu um aukið fjármagn sem síðan yrði réttlátlega skipt á milli byggðarlaga. Hannn lýsti byggingu skóla- húss Iðnskólans í Hafnarfirði, sem nýlega er hafin og sagði, að fjárveitingar af hálfu ríkisvaldsins væru hvergi nærri fullnægjandi. Hann sagðist vonast til, að ekki yrði látið sitja við orðin tóm heldur mundi sér- hver iðnaðarmaður knýja á til að gera það sem hann gæti til að koma þessum málum fram á veg. Ennfrem- ur tók Þorbergur Ólafsson til máls og ræddi um nauð- syn þess að námstími í sumum iðngreinum yrði styttur til þess að auðveldara yrði að fá iðnnema. Ræða hans er birt hér á öðrum stað í tímaritinu. Bragi Hannesson, bankastjóri, hafði framsögu fyrir áliti fjármálanefndar um Iðnaðarbankann. Hann lýsti nokkuð þróun bankans á yfirstandandi ári og sagði að rekstur útibúanna hefði gengið betur en nokkur hefði TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.