Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 11
1 bréfi sínu til Rafmagnsveitunnar segir félagið m. a.: „1 þetta skipti keniur sérstaklega skýrt og sannanlega í Ijós, hverjar fjárhagslegar afleiðingar það hefur fyrir verkkaupa, þegar verk eru illa undirbúin og teikningar ónógar. Vér höfum oft áður haldið fram þeirri skoðun, að verulega skorti á, að raflagnateikningar séu sam- þykktar áður en verk eru hafin og höfum vér bent á dœmi máli voru til stuðnings. Margsinnis hefur kotnið fyrir, að hús séu steypt upp og jafnvel gerð fokheld, áður en sótt er um leyfi til að leggja raflögnina og virð- ist slíkur trassaskapur hafa verið látinn óátalinn, berist teikning um síðir . .. Þá má og bœta því við, að Raf- magnsveita Reykjavíkur hefur samþykkt ótrúlega ófull- komnar bráðabirgðateikningar, en það á sinn þátt í að draga úr skilningi manna á nauðsyn fullkominna teikn- inga. 1 5. grein í „Reglum um raflagningu“, frá 1921, er fyr- irskipað, að rafvirkjameistari skidi senda skriflega um- sókn og áritaða teikningu af raflögn til Rafmagtisveitu Reykjavíkur, áður en verk er hafið og að eigi sé beimilt að hefja vinnu við rajlögn fyrr en umsókn hefur verið samþykkt og teikningar áritaðar af Rafmagnsveitu Reykjavikur. Aðstaða rafvirkjameistara til að fram- fylgja þessum reglum er mjög erfið . . . vegna þess að sá ósiður hefur komizt á, að tnenn fara ekki að hugsa um raflögnina fyrr en á síðustu stundu og stundum ekki samið við rafvirkjameistarann fyrr en komið er að því að steypa. Fari rafvirkjameistarinn þá að gera at- hugasemdir, á hann það á hœttu að leitað sé til annars og jafnvel þótt svona standi ekki á, er mjög erfitt fyrir rafvirkjatneistarann að gera athugasemdir við verk þeirra, sem teikna raflögnina, því skilningur verkkaup- ans er oftast mjög takmarkaður, einkum þó ef rafveitan gerir engar athugasemdir, eða að hcegt er að vinna verkið án þess að fá teikningar samþykktar. Þrátt fyrir þetta er rafvirkjameistarinn ábyrgur fyrir verkum sínum og er varla verjandi, að hann hefji vinnu við illa undirbúin verk og brjóti með því gildandi reglur og trúnað við verkkaupa“. Af þessum bréfakafla kemur skýrt í Ijós hvernig látið er viðgangast að nauðsynlegar reglur eru brotnar og hverjar afleiðingar það getur haft í för með sér. Hér á landi, þar sem það fyrirkomulag tíðkast í byggingar- iðnaðinum, að mikill fjöldi fólks, sem litla eða enga þekkingu hefur á byggingamálum, stendur í byggingar- framkvœmdum á hverjum tirna, hvíla vissar skyldur á iðnmeisturum, seiti taka að sér verk fyrir húsbyggjend- ur. Þeir eru trúnaðarmenn verkkaupa, og þeim ber lagaleg skylda til að sjá um, að verkin séu vel og fag- lega af hendi leyst og að farið sé í einu og öllu eftir þeim reglum og fyrirmælum, sem œtlazt er til, enda ekki hœgt að búast við því að húsbyggjendur kunni al- mennt skil á þeim, og þeim ber siðferðileg skylda til að sjá um, að verkin séu framkvæmd á sem hagkvœmast- an og ódýrastan hátt fyrir verkkaupann. En þeir sem sinna því að gegna skyldum sínum og fara eftir settum reglum, hafa af því bæði kostnað og erfiði umfram hina, sem engum reglum fylgja. Þess vegna þykir þeim það hart að þurfa að horfa á það, að mönnum sé liðið að fara sínu fram án tillits til allra reglna, í skjóli þess að þeir, sem sjá eiga um að reglun- um sé framfylgt, sofa á verðinum og virðast litlar á- hyggjur hafa. Þetta er mál, sem varðar hagsmuni iðn- meistara talsverðu og þeir eiga því ekki að láta með öllu afskiptalaust. Vœri það ekki verðugt verkefni fyrir meistarafélögin og viðeigandi byggingaryfirvöld að taka höndum saman um að fœra þessi mál til betri vegar, þar sem þau eru ekki í futtkomnu lagi? Það er í allra þágu, að settum reglum sé hlýtt, hitt leiðir aðeins til ringulreiðar og skipulagsleysis. Skoðanaskipti l síðasta hefti Tímarits iðnaðarmanna birtist grein eftir undirritaðan undir nafninu „Erfiðleikar skipa- smíðaiðnaðarins“. Grein þessi varð einum lesanda Tímaritsins, Guðfinni Þorbjörnssyni, tilefni til ýmissa athugasemda, sem hann sendi Tímaritinu til birtingar. Ætlunin var að birta grein hans hér i Tímaritinu, en nokkru eftir að hún barst birtist hún í Morgunblaðinu og þar sem ætla má, að þeir, sem hefðu lesið hana hér í Tímaritinu, hafa vafalaust lesið hana í Morgunblað- inu, er ástæðulaust að birta hana hér að svo komnu máli. A hinn bóginn vitt undirritaður þakka þessum lesenda Tímaritsins fyrir grein hans, það er því miður atttof sjaldan, að lesendur Tímaritsins hafi frartitak til þess að láta í Ijósi skoðanir sínar hér í Tímaritinu, enda þótt til þess hafi verið mœlzt, að þeir notfœrðu sér það sem vettvang umræðna um málefni iðnaðar- manna og iðnaðarins. Á velgenginstímum hættir mönnum til að gerast værukœrir og láta sér ekki eins annt um hagsmuni sína og þegar þröngt er í búi. Þegar flett er nœr 40 árgöngum af Tímariti iðnaðarmanna, sjást þess glögg merki. Á kreppuárummi og aftur á hafta- og skömmt- imartímabilinu eftir síðari heimsstyrjöldina voru iðn- aðarmenn ósparir á að láta í Ijós skoðanir sinar í Tímaritinu. En tneð vaxandi velmegun verða raddirnar hljóðari, mönnum f'mnst þeir ekki hafa undan neinu að kvarta eða þá að gott ytra atlœti gerir vandamálin auðbœrari. En ött framþróun byggist á því, að menn eru ekki ánægðir með miverandi ástand og telja að það geti orðið betra. Á sama hátt byggist framþróun iðnaðar- ins á stöðugri leit fjölmargra einstaklinga að nýjum leiðutn til lausnar gömlum og nýjum vandatnálum. Með því að rœða þessi vandamál á opinberum vett- vangi geta menn örvað hverjir aðra til átaka og þokað þróuninni fram á veg. O. S. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.