Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 28
ekki tímabært á þessu stigi, bæði þar sem undirbúa þyrfti og skipuleggja þessa starfsemi vandlega áður en farið væri af stað og eins þar sem sýnt þótti að kostn- aður af henni yrði meiri en aukning ríkissjóðsframlags- ins og hefði Landssambandið ekki fjárhagslegt bol- magn til að taka á sig þau umframútgjöld. Á hinn bóg- inn var ákveðið að athuga um möguleika á því að fá tæknimenntaða menn úr iðnaðinum til að fara í fyrir- lestraferðir til fclaganna og halda fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Ennfremur er í athugun að fá hagráðu- nauta þá, sem starfa á vegum samtaka atvinnuveganna til að heimsækja sambandsfélögin eftir því sem þau kunna að óska þess. Seint í ágústmánuði s.l. barst stjórn Landssambands iðnaðarmanna bréf frá Meistarasambandi bygginga- manna, þar sem það bauð Landsssambandinu að vfir- taka opinberan styrk, sem því hafði verið veittur, til þjálfunar manns á sviði vinnuhagræðingarmála. Stjórn Landssambandsins fól framkvæmdastjóra sambandsins að kanna málið, bæði varðandi menntun slíkra manna, hugsanlegt starfssvið og áætlaðan kostnað. Er þessar upplýsingar lágu fyrir, ákvað stjórnin að taka boði Meistarasambands byggingamanna og var þegar aug- lýst eftir umsóknum um starf þetta og rennur umsókn- arfrestur út hinn io. september n.k. Áætlað er að nám mannsins hefjist í fyrri hluta októbermánaðar n.k., en hann hefji störf á vegum Landssambandsins næsta sum- ar. Þá ákvað stjórn Landssambandsins nýlega að senda framkvæmdastjóra sambandsins til iðnsambandanna á Norðurlöndum til að kynna sér starfsemi þeirra á öll- um sviðum til þess að tryggt verði að starf erindreka á vegum Landssambandsins komi að sem mestum not- um. Tímarit iðnaðarmanna Frá því að síðasta iðnþing var haldið hafa komið út 2 tvöföld hefti af Tímariti iðnaðarmanna, samtals 116 síður. Stöðugur skortur á efni til birtingar hefur valdið drætti á útkomu ritsins og leitt til þess að það hefur komið út sjaldnar en áður, en um leið hefur verið reynt að vanda svo til þess, sem föng hafa verið. Þetta hefur þó haft í för með sér, að ekki hefur verið unnt að koma til móts við þær óskir, sem fram komu á síðasta Iðnþingi um að birt verði með ákveðnu miili- bili einstök einingarverð á unnu og óunnu efni, svo og kauptaxta og gjaldskrár. Fjárhagsafkoma tímaritsins er allgóð, enda hefur verulegra tekna verið aflað með auglýsingum. Skrifstofa Landssambands iSnaðarmanna Skrifstofa Landssambands iðnaðarmanna hefur starfað með líkum hætti og undanfarin ár og sama starfsliði. Nú í sumar flutti Meistarasamband byggingamanna starfsemi sína í hið nýja hús meistararfélaganna við Skipholt 70 og var ráðinn nýr framkvæmdastjóri fyrir Meistarasambandið, Marinó Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur. Meistarasamband byggingarmanna og Landssamband iðnaðarmanna hafa haft samstarf um skrifstofuhald og framkvæmdastjórn undanfarin 5V2 ár og hefur sú samvinna verið með ágætum og báðum aðilum til hagsbóta. Landssambandið hefur með höndum skrifstofuhald fyrir Iðngarða hf. og Almennan lífeyrissjóð iðnaðar- manna og munu greiðslur fyrir þau störf bæta nokkuð tekjumissinn eftir brottflutning Meistarasambandsins. Skrifstofan hefur að öðru leyti unnið að sömu verk- efnum og undanfarin ár. Ymislsgt Síðasta iðnþing vísaði til stjórnar Landssambands- ins erindi Félags garðyrkjumanna til meðferðar og fól henni að ræða við fyrirsvarsmenn garðyrkjumanna og skilgreina á milli þess hvað hægt er að kalla garð- yrkjuiðn og hvað tilheyrir landbúnaði. Ekki náðist full samstaða innan stjórnarinnar um þetta mál og var meirihluti stjórnarmanna andvígur því að garðyrkja yrði gerð að iðngrein, og skipti þá ekki máli hvort um einhvern vissan þátt hennar væri að ræða, eða alla garðyrkju, en minnihluti stjórnarmanna var hins vegar meðmæltur því að skrúðgarðyrkja verði gerð að iðngrein en ekki aðrar greinar garðyrkju. Stjórnin hefur gert sérstaka greinargerð um afstöðu beggja hlutanna og verður hún lögð fyrir iðnþingið. Á síðasti iðnþingi voru kosnar tvær milliþinganefnd- ir, önnur til að athuga skipulagsmál Landssambands- ins en hin til að athuga möguleika á stofnun tryggingar- félags iðnaðarmanna. Síðarnefnda nefndin hefur skilað áliti til stjórnar Landssambandsins og verður það lagt fyrir iðnþingið til afgreiðslu. Skipulagsnefndin skilar ekki endanlegu áliti en legg- ur fram sérstaka greinargerð um þær hugmyndir, sem fram hafa komið, og verða þær lagðar fyrir iðnþingið. Á síðastliðnum vetri tók iðnaðarmálaráðherra Jó- hann Hafstein upp þá nýbreytni að halda fundi með stjórnarformönnum og framkvæmdastjórum stofnana og samtaka iðnaðarins. Hafa tveir slíkir fundir verið haldnir og rætt þar um þau mál sem cfst eru á baugi á hverjum tíma og skipzt á skoðunum og upplýsingum. Er þess að vænta, að fleiri slíkir fundir verði haldnir í framtíðinni, þar sem þeir eru bæði gagnlegir og fróð- legir. Með lögum um Framkvæmdasjóð íslands, Efnahags- stofnun og Hagráð, sem samþykkt voru á síðasta Al- þingi, var stofnað Hagráð, sem skal vera vettvangur þar sem fulltrúar stjórnarvalda, atvinnuvega og stétta- samtaka geti haft samráð og skipzt á skoðunum um meginstefnuna í efnahagsmálum hverju sinni. Lands- 84 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.