Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 16
Eggert Ólajsson, V estmannaeyjum. Vigfús Sigurðsson, Hafnarfirði. Guðmundur Jónsson, Selfossi. Bragi Hannesson, Reykjavík. armanna verði hreint meistarasamband eða samband verktaka í iðnaði. Framsögumaður sagði, að nefndin teldi sér ekki fært að skila endanlegu áliti, enda væri hér á ferð svo mikilvægt mál að ekki mætti flana að neinu við afgreiðslu þess, og nefndin hefði ekki haft nægan tíma til að rannsaka og undirbúa málið. Máíinu var vísað samhljóða til skipulagsnefndar. 6. mál: Er- indi Garðyrkjuverktakafélags íslands og Félags garð- yrkjumanna, framsögu hafði Tómas Vigfússon. Hann rakti fyrst stuttlega sögu málsins, en umsókn félaganna hafði verið felld á Iðnþingum 1954, 1958,1964, en á Iðn- þingi 1965 hefði stjórninni verið falið málið til meðferð- ar. Málið hefði verið tekið fyrir innan stjórnarinnar og hefði hún og framkv.stj. Landssambandsins átt viðræð- ur við stjórnarfulltrúa beggja garðyrkjufélaganna. Stjórn Landssambandsins gat hins vegar ekki orðið sammála um hvort gera skyldi skrúðgarðyrkju að iðn- grein og las framsögumaður upp greinargerð stjórnar- innar, þar sem gerð er grein fyrir afstöðu meirihhita og minnihluta innan stjórnarinnar. Leggur meirihluti til að erindi garðyrkjumanna verði synjað en minni- hlutinn leggur til að það verði samþykkt. Framsögu- maður tók fram, að bæði Garðyrkjufélag fslands og Félag garðyrkjumanna eru landsfélög og hefði það fyrra 9 félaga en hið síðara milli 50 og 60 félaga. Ræddi hann síðan nokkuð fyrirkomulag garðyrkjunáms hér á landi og á Norðurlöndum og einnig samband garð- yrkju og landbúnaðar á Norðurlöndum. Ekki urðu frekari umræður um þetta mál og var því vísað til skipulagsnefndar. 7. mál: Iðnfræðsla og tæknimenntun, framsögumaður var Jón E. Ágústsson. Sagði hann að áður hefði verið vikið að málinu á þinginu en hann mundi þó enn skýra stuttlega frá því. Ný löggjöf hefur verið samþykkt um iðnfræðslu á síðasta þingi og séu þau birt í heild í síð- asta hefti Tímarits iðnaðarmanna. f hinum nýju lög- um séu mörg nýmæli, einkum þau að verknámsskólar verði settir á fót þannig að iðnnám muni færast úr höndum meistaranna inn í skóla að einhverju leyti. Fjölgað er í iðnfræðsluráði um 4 fulltrúa og loks eru á- kvæði um námskeið fyrir iðnverkafólk í iðnskólunum. Framsögumaður sagði, að leggja yrði áher^lu á að afla fjár til að koma lögunum í framkvæmd sem allra fyrst. Frekari umræður urðu ekki um málið og var því vísað til fræðslunefndar. 8. mál: Lánamál iðnaðarins, framsögumaður var Ingvar Jóhannsson, hann sagði að þetta væri einhver erfiðasti málaflokkurinn sem Iðnþing fjallaði um. 36% þjóðarinnar hefur nú framfærslu af iðnaði, en Iðnað- aðbankinn og Iðnlánasjóður eru hvort tveggja ungar stofnanir og enn fjárvana, og vantaði mikið á að þær stæðust samanburð við lánastofnanir sjávarútvegs og landbúnaðar. Hann ræddi um tekjustofn Iðnlánasjóðs og hinn mikla vöxt Iðnaðarbankans á undanförnum ár- um og minntist einnig á reglugerð um endurkaup af- urðavíxla iðnaðarins og sagði, að þeim málum væri of þröngur stakkur skorinn og þar yrði að fá leiðrétt- ingu, ef þetta mál ætti að koma iðnaðinum að gagni. Að lokum ræddi hann um breytingu á lausaskuldum iðnfyrirtækja í föst lán. Ekki urðu frekari umræður um þetta mál og var því vísað til fjármálanefndar. 9. mál: Innnflutningur og tollamál, framsögumaður var Þórir Jónsson. Hann kvað innflutning hráefna og fullunninnar iðnaðarvöru hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Hann sagði, að iðnaðurinn yrði að fá eðlilega samkeppnisaðstöðu við innfluttan iðnaðar- varning m. a. með því að gefa innflutning hráefna frjálsan og með því að lækka aðflutningsgjöld. Málinu var vísað samhljóða til allsherjarnefndar. Nú var gert kaffihlé en að því loknu fór fram kynn- ing þingfulltrúa og risu þeir úr sætum, sem viðstaddir voru um leið og nafn þeirra var nefnt. Þá skýrði for- seti frá því að einn af meðlimum skipulagsnefndar, Geirlaugur Árnason, hefði ekki mætt til þings og yrði að kjósa annan mann í hans stað og bað um uppástung- ur. Komu fram nöfn þeirra Gísla Ólafssonar, bakara- meistara, Reykjavík, og Kristins J. Magnússonar, mál- arameistara, Hafnarfirði. Samþykkt var að fresta at- 72 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.