Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 23

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 23
Fimni reykvískir þingfulltrúar. F. v.: Gísli Olafsson, bakaram Sigurður Brynjólfsson, bílamál.m., Haraldur Þórðarson, bifrsm., Gunnar Björnsson, bifr.sm. og Haukur Friðriksson, bakaram. að enginn vafi væri á því hvað henni tilheyrði og einnig kvaðst hann draga í efa, að garðyrkjubændur mundu reyna að fá starfsgrein sína viðurkennda sem iðngrein, þótt umsókn skrúðgarðyrkjumanna yrði sam- þykkt. Kristinn Magnússon tók til máls og skýrði nánar afstöðu sína, en hann hafði skilað séráliti í skipulagsnefnd. Hann sagði, að skrúðgarðyrkja væri orðin nauðsynleg til endanlegs frágangs bygginga og skipulags borga, og mætti því telja hana eina grein byggingaiðnaðarins. Gísli Ólafsson ræddi málið og hvað það fráleitt að Iðnþingið samþykkti umsókn félagsins. Sagði hann, að erindið hefði mjög breytzt að ytri umbúnaði síðan það kom fyrst fram á Iðnþingi en efni þess væri hið sama. Síðan bar hann saman störf garðyrkjumanna og mjólkur- og kjötiðnaðarmanna og sagði hann að ræktun jurta gæti aldrei talizt iðnaður og lagðist gegn því að erindi félagsins yrði samþykkt. Sigursteinn Hersveinsson benti á að Iðnþing hefði ekki vald til lokaákvörðunar um þetta mál, heldur væri það eingöngu ráðgefandi aðili. Hann sagði það vera í allra þágu að skrúðgarðyrkja yrði lögvernduð, því að með því móti yrði komið í veg fyrir að fúskarar réðu of miklu um skipulag garða og borga. Hann taldi, að enda þótt Iðnþingið mundi fella umsóknina enn einu sinni yrði hún vafalaust samþykkt af ráðuneytinu og yrði það óhjákvæmilega til að Iðnþing missti talsvert af virðingu sinni. Óskar Hallgrímsson gaf ýmsar upp- lýsingar um tilhögun á garðyrkjunámi og iðnnámi al- mennt í Danmörku. Hann sagði að garðyrkjunám þar í landi skiptist í fimm greinar og væri nám í öllum greinum 4 ár. Hann sagði að aðalatriðið væri að þjóð- félaginu væri nauðsynlegt að menn fengjust ekki við ákveðin störf nema þeir hefðu viðeigandi nám að baki og væri því eina svarið að viðurkenna skrúðgarðyrkju sem iðngrein. Gísli Ólafsson tók aftur til máls og kvaðst vilja taka það fram að hann teldi menntun iðnaðarmanna ekki misboðið með því að bera hana saman við menntun garðyrkjumanna og kvað það þjóðfélaginu í hag að garðyrkjumannamenntunin yrði sem mest og bezt. En það væri hægt að tryggja með öðru móti en með því að gera hana að löggiltri iðn- grein. Þór Sandholt ræddi um hve erfitt væri að fá byggingaiðnaðarmenn til að ganga frá lóðum og sjá um garða og væri því nauðsynlegt að löggilda skrúð- garðyrkju sem iðngrein. Hann taldi að nám garðyrkju- manna væri að sumu leyti mjög hliðstætt námi í öðr- um iðngreinum og sagði, að við þyrftum í framtíðinni í vaxandi mæli á garðyrkjumönnum að halda og væri lögverndun tvímælalaust til að efla iðngreinina. Ingvar Jóhannsson minntist á atvinnuvegaflokkun og taldi hana mjög villandi á ýmsum sviðum svo og skýrslu- gerðir um atvinnuvegina á Islandi, og yrði það ekki til að gera þessi mál einfaldari ef skrúðgarðyrkja yrði löggilt sem iðngrein. Árni Brynjólfsson taldi, að sam- þykkt umsóknar félagsins mundi ekki skaða neina iðngrein cn yrði hins vegar Iðnþingi bæði til sóma og hags og gæti orðið heilli stétt til gagns. Tómas Vigfús- son tók aftur til máls og kvaðst vilja leiðrétta það, sem komið hefði fram, að stjórnin hefði lítið unnið að þessu máli, en kvað þvert á móti að til þess hefði verið varið talsverðum tíma. Síðan gerði hann ýmsar at- hugasemdir við ummæli fyrri ræðumanna. Síðan voru álit skipulagsnefndar borin undir atkvæði. Álit meiri- hluta var fellt með 45 atkvæðum gegn 21, en álit minnihlutans, þar sem mælt var með því að skrúð- garðyrkja yrði löggilt sem iðngrein, var samþykkt með svipuðum atkvæðamun. Þá var tekið fyrir álit allsherjarnefndar um inn- flutning og tollamál og hafði Þórir Jónsson framsögu. Umræður urðu engar og var tillagan samþykkt sam- hljóða. Þá var tekið fyrir álit fjármálanefndar um að- stöðugjald á iðnfyrirtæki og hafði Bragi Hannesson framsögu og lagði nefndin til að málinu yrði vísað til Landssambandsstjórnar til athugunar. Engar umræð- ur urðu um þessa tillögu, og var hún samþykkt sam- hljóða. Þá las þingforseti upp skeyti frá hr. Ásgeiri Ásgeirs- syni, forseta Islands, með árnaðaróskum til Iðnþings. Síðan tók Tómas Vigfússon til máls og skýrði frá hag og rekstri Iðnlánasjóðs á síðasta ári. Ennfremur gerði hann lauslega grein fyrir störfum milliþinganefndar um fjáröflunarmál Landssambandsins, og bar fram tillögu um að nefndin fengi að starfa áfram milli þinga og var sú tillaga samþykkt samhljóða. Einnig var samþykkt að senda iðnaðarmálaráðherrafrú blóm- vönd fyrir ágætar viðtökur kvöldið áður. Þá var tekið fyrir álit allsherjarnefndar um verðlagsmál og hafði Bjarni Björnsson framsögu. Siguroddur Magnússon gerði tillögu um orðalagsbreytingu, og var álit nefnd- arinnar samþykkt með orðalagsbreytingu. Málaskráin var nú tæmd og umræðum um öll mál lokið. Forseti Landssambandsins, Vigfús Sigurðsson, tók til máls og afhenti Kristni Vigfússyni, Selfossi, heið- ursmerki iðnaðarmanna úr silfri fyrir frábær störf í TIMARIT IÐNAÐARMANNA 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.