Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 37

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 37
MINNING ÁGÚST MARKÚSSON VEGGFÓDRARAMEISTRARI F. 30. júlí 1891 . D. 30. des. 1965 Þann 30. des. s. 1. andaðist Ágúst Markússon, vegg- fóðrarameistari, á 75. aldursári og var útför hans gerð 6. janúar s.l. að viðstöddu fjölmenni. Þótt nokkur tími sé liðinn frá andláti hans, langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Með Ágústi Markússyni er genginn mætur og góður iðnaðarmaður. Hann var á meðal þeirra tólf fyrstu veggfóðrara, er stofnuðu félagssamtök veggfóðrara- meistara þann 4. marz 1928. Ágúst tók virkan þátt í stofnun og uppbyggingu fé- lagsins frá fyrstu tíð og hafði mikinn áhuga á velgengni þess til síns endadægurs. Vildi hag þess sem mestan og vildi að staðið væri fast á þeim hagsbótum og viður- kenningu er stéttin hefur öðlazt á umliðnum áratugum, að hún væri vel virt og vaxin hlutverki sínu miðað við þróun þá, er nú á sér stað í okkar vaxandi iðnaðarþjóð- félagi nútímans. Ágúst var listhagur maður í öllum störfum, sem aldrei staðnaði í starfi eða hugsun, hann var leitandi hugur. Og þannig lít ég á að góður iðnaðarmaður eigi að vera, alltaf að læra og þroska sig í starfi frá fyrstu ungu dögum allt til enda starfs. Ágúst heitinn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félag sitt og stétt, var formaður um skeið, ritari fjölmörg ár og fyrsti fulltrúi félagsins í Iðnráði. Þá var hann í fyrstu prófnefnd fyrir stéttina og formaður hennar í fjölda ára, þar vann Ágúst mikið og gott brautryðjendastarf, sem félagssamtökin munu alla tíð búa að, ásamt þeim tveim fyrstu prófnefndarmönnum, Viktori Helgasyni og Guðlaugi Þorbergssyni, er báðir voru gagnmerkir brautryðjendur félagssamtakanna, en þeir eru nú báðir látnir. Árið 1931 stofnuðu veggfóðrarameistarar Hf. Vegg- fóðrarann og var Ágúst á meðal stofnenda þess fyrir- tækis og var í stjórn þess frá 1940 og til dauðadags. Ég hef nú talið upp helztu trúnaðarstörf Ágústar fyr- ir stétt hans og má af því sjá, að hann naut mikils og verðskuldaðs trausts á meðal stéttarbræðra sinna. Um manninn Ágúst Markússon mætti margt segja þótt fátt eitt verði hér talið, svo fjölhæfur var hann. Hann var af þeirri eldri kynslóð Reykjavíkur, sem setti sinn svip á bæinn allt frá ungum aldri og til endadæg- urs. Hann var mikill íþróttaunnandi, var einn af stofn- cndum Ungmennafélags Reykjavíkur og stundaði í- þróttir fram eftir ævi og unni hugsjónum ungmenna- félaganna af alhug. Ágúst var músikalskur maður og listelskur, hafði yndi og unað af málaralist og tónlist. Hann samdi lög á yngri árum, sem þá urðu vinsæl og þekkt. Ágúst stofnaði ásamt fleiri ungum mönnum Lúðrasveitina Hörpu og léku þeir á skemmtunum, dansleikjum og við ýmis önnur tækifæri, t. d. fyrir skautafólk á tjörninni. Ágúst var gleðimaður, hafði ánægju af mannfagnaði og var hrókur alls fagnaðar. Mér fannst ávallt er Ágúst birtist, að þar færi sannur hefðarmaður, sem og hann var. Það birti ávallt yfir þeirra samkomu er hann sótti, hann hafði svo miklu að miðla öðrum, það gerðu hans góðu gáfur og margvísleg áhugamál, allir gátu notið einhvers í návist hans. Ágúst var viðkvæmur rnaður í lund, gat jafnvel ver- ið stórlyndur, ef svo bar við, en sáttfús svo af bar er eftir var leitað, en hafði almennt mjög gott taumhald á skaphöfn sinni og mátti ekki vamm sitt vita í neinu tilliti. Ágúst Markússon hlaut góðan lífsförunaut, Guð- rúnu Guðmundsdóttur, en hún lézt á miðjum aldri og varð Ágústi það þung raun, er hann missti hana mjög snögglega á bezta aldri. Frú Guðrún var hin mesta mannkostakona, er bjó manni sínum og börnum fagurt og hlýtt hcimili að Frakkastíg 9, en svo fór síðar að þetta fallega heimili varð eldi að bráð og brann þar margt fágætra muna og listaverka, þar á meðal mörg málverk, sem voru með öllu óbætanleg. Var það eftir lát Guðrúnar. Þessi ógæfa varð Ágústi þung raun þó hann tæki því með karlmannslund. Þau hjón Guðrún og Ágúst eignuðust fjögur mannvænleg börn. Þau eru Kristín, gift kona í Ameríku, Hörður, listmálari, Jó- hann bankaritari og Erla flugfreyja. Að leiðarlokum kveðjum við veggfóðrarameistarar Ágúst Markússon með virðingu og þökkum fyrir allt, sem hann gerði fyrir félagssamtök okkar. Blessuð sé minning hans. Olafur Guðmundsson. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.