Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 31

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 31
SKÝRSLA IÐNFRÆÐSLURÁÐS UM TÖLU IÐNNEMA í ÁRSLOK 1965 SKÝRINGAR VIÐ SKÝRSLUR Skýrsla I er yfir nemendur í Reykjavík, sundurliðað eftir iðngreinum og tilgreint hversu margir hafa hafið nám á hverju ári fyrir sig (1962—1965) að báðum með- töldum, svo og heildartala nemenda nú. Skýrsla II sýnir fjölda nemenda annars staðar á landinu. I skýrslunni kemur aðeins fram hve margir hefja nám á hverju ári á hverjum stað og heildartala nú, en ekki sundurliðað eftir iðngreinum. heildartölu iðnnema og hvar námið fer fram. Skýrsla III sýnir fjölda iðnnema á öllu landinu í hverri iðngrein fyrir sig, svo og heildartölu iðnnema og hvar námið fer fram. Samkvæmt skýrslum þeim, sem hér fara á eftir, voru nemendur í Reykjavík á staðfestum námssamningi í árslok 1965 1344 talsins í 45 iðngreinum á móti 1271 um fyrri áramót, en 1229 í árslok 1963. Hefur því iðn- nemum í Reykjavík fjölgað um 73 á árinu 1965. Annars staðar á landinu voru við árslokin 1115 nem- endur í 39 iðngreinum, en voru í árslok 1964, 1018 og 832 í árslok 1963. Jðnnemum utan Reykjavíkur hefur því fjölgað um 97 á sl. ári. Alls voru í gildi um s.l. áramót 2459 staðfestir náms- samningar í 48 löggiltum iðngreinum, en voru 2289 í árslok 1964 og 2061 að tölu í árslok 1963. Samkvæmt framansögðu hefur iðnnemum fjölgað um 170 á árinu 1965. Samkvæmt fenginni reynslu má gera ráð fyrir að 100—200 námssamningar hafi verið ókomnir til stað- festingar um áramót og má því gera ráð fyrir að iðn- nemar á öllu landinu séu nú eigi færri en 2600. Hafa aldrei verið jafnmargir við iðnnám hér á landi sem nú. Tala iðnnema hefur verið sem hér segir síðustu sex árin: Ár 1960 staðfestir námssamningar alls 1610 — 1961 — — — 1800 — 1962 — — — 1891 — 1963 — — — 2061 — 1964 — — — 2289 — 1965 — — — 2459 Iðnnemum hefur á þessu tímabili fjölgað um 849 eða rösk 52%. Flestir eru iðnnemar í Reykjavík, 1344, þá í Gullbringu- og Kj ósarsýslu 239, á Akureyri 227, Hafn- arfirði 129, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 99 og í Árnes- sýslu 82. Fjölmennustu iðngreinarnar, sem hafa 100 nemendur eða fleiri, eru þessar: Húsasmíði 528, Vélvirkjun 292. Rafmagnsiðn 242, Bifvélavirkjun 186, Múrun 135, Hús- gagnasmíði 131 og Hárgreiðsla 103. Hefur fjölgað í þessum iðngreinum öllum, nema í liárgreiðslu, þar hefur nemendum fækkað um 15 frá árinu áður. Eftir aðalstarfsgreinum skiptist nemendaf j öldinn þannig: Bókaiðnaður...... 125 iðnnemar á öllu landinu Byggingaiðnaður .... 784 — - — — Matvælaiðnaður..... 108 -— - — — Málmiðnaður...... 733 — - — — Rafmagnsiðnaður .... 285 — - — — Tréiðnaður....... 192 — - — — Þjónustuiðnaður.... 171 -— - — — Annar iðnaður...... 61 — - — — Samtals 2459 iðnnemar á öllu landinu TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.