Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Blaðsíða 30
Iðnaðarmannafélagíð i Reykjavik 100 ára Iðnaðarmannafélagid í Reykjavík verður ioo ára h. 3. febrúar n. k. Ætlunin er að minnast afmælisins á margvíslegan hátt, m. a. með hófi á Hótel Sögu. Enn- fremur verður haldin sýning um sögu félagsins í Nem- endasal Iðnskólans í Reykjavík. Stjórn félagsins hefur skipað sérstaka nefnd til að undirbúa hátíðahöldin í tilefni 100 ára afmælisins, en hana skipa: Kristján Skagfjörð, múrarameistari, formaður, Þór Sandholt, skólastjóri, Gísli Ölafsson, bakaram., Sigurbjörn Guð- jónsson, húsasmíðameistari og Sæmundur Sigurðsson, málarameistari. Það er í rauninni óþarfi að skrifa langt mál í þetta tímarit til að kynna Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, svo nátengt, sem Tímarit iðnaðarmanna hefur jafnan verið Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Rétt er þó að rifja hér upp nokkur atriði úr sögu félagsins, en þess skal getið, að Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri, hefur ritað sögu félagsins og mun hún koma út á afmælinu. Fyrsti formaður félagsins var Einar Þórðarson, prentari. Lengst allra hefur Guðmundur Helgi Guð- mundsson, húsgagnasm.m. verið formaður félagsins, eða í 23 ár, en hann lét af formennsku félagsins fyrir 2 árum. Núverandi formaður er Ingólfur Finnbogason, húsasm.m. Félagið lét skólamál iðnaðarmanna mjög til sín taka fyrr á árum og rak Iðnskólann í Reykjavík í rúmlega hálfa öld, eða allt til ársins 1955, þegar iðn- skólarnir voru gerðir að ríkisskólum. Félagið byggði Iðnó við tjörnina og síðar Iðnskólahúsið á horni Von- arstrætis og Lækjargötu. Eftir að félagið hafði selt Iðnó var innréttað eins konar félagsheimili í Iðnskóla- húsinu og gerð Baðstofa iðnaðarmanna, þar sem heim- ili félagsins hefur verið allt fram á þennan dag. í Bað- stofu iðnaðarmanna var fyrsta Iðnþing Islendinga háð árið 1932. Iðnaðarmannafélagið hóf útgáfu Tímarits iðnaðar- manna árið 1927 og var Gísli Guðmundsson, gerla- fræðingur, þáverandi formaður félagsins, fyrsti rit- stjóri þess. Félagið gaf Tímaritið út fram til ársins 1936 en þá tók Landssamband iðnaðarmanna við út- gáfu þess. Félagið hefur starfað að margvíslegum öðrum mál- um á þessari öld, sem liðin er frá stofnun þess, en hér verður ekki frekar skýrt frá því, þar sem nánar verður sagt frá afmælishátíð félagsins í næsta hefti tímarits- ins. Hátíðanefnd lðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík. Frá v.: Gísli Ólafsson, Kristján Skag- fjörð, for/n., Þór Sandholt, Sœmundur Sigurðsson og Sigur- björn Guðjónsson. 86 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.