Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1966, Side 30
Iðnaðarmannafélagíð i Reykjavik 100 ára
Iðnaðarmannafélagid í Reykjavík verður ioo ára
h. 3. febrúar n. k. Ætlunin er að minnast afmælisins á
margvíslegan hátt, m. a. með hófi á Hótel Sögu. Enn-
fremur verður haldin sýning um sögu félagsins í Nem-
endasal Iðnskólans í Reykjavík. Stjórn félagsins hefur
skipað sérstaka nefnd til að undirbúa hátíðahöldin í
tilefni 100 ára afmælisins, en hana skipa: Kristján
Skagfjörð, múrarameistari, formaður, Þór Sandholt,
skólastjóri, Gísli Ölafsson, bakaram., Sigurbjörn Guð-
jónsson, húsasmíðameistari og Sæmundur Sigurðsson,
málarameistari.
Það er í rauninni óþarfi að skrifa langt mál í þetta
tímarit til að kynna Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík,
svo nátengt, sem Tímarit iðnaðarmanna hefur jafnan
verið Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Rétt er þó að
rifja hér upp nokkur atriði úr sögu félagsins, en þess
skal getið, að Gísli Jónsson, menntaskólakennari á
Akureyri, hefur ritað sögu félagsins og mun hún koma
út á afmælinu.
Fyrsti formaður félagsins var Einar Þórðarson,
prentari. Lengst allra hefur Guðmundur Helgi Guð-
mundsson, húsgagnasm.m. verið formaður félagsins,
eða í 23 ár, en hann lét af formennsku félagsins fyrir 2
árum. Núverandi formaður er Ingólfur Finnbogason,
húsasm.m.
Félagið lét skólamál iðnaðarmanna mjög til sín
taka fyrr á árum og rak Iðnskólann í Reykjavík í
rúmlega hálfa öld, eða allt til ársins 1955, þegar iðn-
skólarnir voru gerðir að ríkisskólum. Félagið byggði
Iðnó við tjörnina og síðar Iðnskólahúsið á horni Von-
arstrætis og Lækjargötu. Eftir að félagið hafði selt
Iðnó var innréttað eins konar félagsheimili í Iðnskóla-
húsinu og gerð Baðstofa iðnaðarmanna, þar sem heim-
ili félagsins hefur verið allt fram á þennan dag. í Bað-
stofu iðnaðarmanna var fyrsta Iðnþing Islendinga háð
árið 1932.
Iðnaðarmannafélagið hóf útgáfu Tímarits iðnaðar-
manna árið 1927 og var Gísli Guðmundsson, gerla-
fræðingur, þáverandi formaður félagsins, fyrsti rit-
stjóri þess. Félagið gaf Tímaritið út fram til ársins
1936 en þá tók Landssamband iðnaðarmanna við út-
gáfu þess.
Félagið hefur starfað að margvíslegum öðrum mál-
um á þessari öld, sem liðin er frá stofnun þess, en hér
verður ekki frekar skýrt frá því, þar sem nánar verður
sagt frá afmælishátíð félagsins í næsta hefti tímarits-
ins.
Hátíðanefnd lðnaðarmanna-
félagsins í Reykjavík. Frá v.:
Gísli Ólafsson, Kristján Skag-
fjörð, for/n., Þór Sandholt,
Sœmundur Sigurðsson og Sigur-
björn Guðjónsson.
86
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA