Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Side 6
SAMSTARFIDNADARMANNA
OGIDNREKENDA (NOREGI
FRÁ NORSKAIDNÞINGINUIÞRANDHEIMI
Um mánaðamótin maí—júní 1976 var forseta og
framkvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna
boðið að sitja aðalfund Norsku iðnaðarsamtakanna
(Norges Handverks- og industribedrifters forbund),
en þau eru eins og kunnugt er systursamtök Lands-
sambandsins í Noregi. Fundur þessi var fyrir marga
hluti merkilegur og ekki hvað síst vegna þess að
þar var gerð samþykkt, sem marka mun tímamót
í sögu Norsku iðnaðarsamtakanna. Fyrir fundinn
liöfðu félagsleg samvinna og samskipti iðnrekenda
og iðnaðarmanna í Noregi verið til umræðu í nefnd
skipaðri af fulltrúum beggja þessara aðila. í stórum
dráttum háttar til í Noregi eins og hér á landi, að
iðnrekendur eru sameinaðir í einum heildarsam-
tökum og iðnaðarmenn í öðrum. Hins vegar er
all mikill fjöldi smá iðnfyrirtækja í verksmiðju- eða
l'ramleiðsluiðnaði félagsbundinn í samtökum iðnað-
armanna, þar sem þau eiga félagsaðild að blönduð-
um félögum iðnmeistara og iðnrekenda, svonefndum
iðnfélögum (Hándværks- og industriforeninger).
Þótti mörgum sem ýmsir kostir myndu fylgja því
að sameina heildarsamtökin í eina sterka heild, er
sameiginlega gæti glírnt við stærri viðfangsefni en
þau geta hvort í sínu lagi. Ennfremur mætti losna
við ýmsa galla, sem eru samfara tvennum samtök-
um, þótt auðvitað væri Ijóst að sameining þeirra
yrði varla eingöngu dans á rósum.
Niðurstaða þessara umræðna varð sú, að samstaða
náðist um að leggja fyrir aðalfundi beggja samtak-
anna drög að samningi um mjög náið samstarf
þeirra í millum. Er þar gert ráð fyrir að samstarfs-
samningurinn verði í gildi í þrjú ár, en að þeim
tíma liðnum verði samtökin sameinuð algjörlega.
Reynslutíminn verður notaður til að ákveða end-
anlega með hvaða hætti það skuli gert.
Var þetta mál síðan aðalmál fundarins og lagði
stjórn samtakanna eindregið til að það yrði sam-
þykkt. Lá þá fyrir að iðnrekendur liefðu þegar sam-
þykkt samninginn fyrir sitt leyti.
í inngangi samningsins er rætt um aðal röksemd
samtakanna fyrir þessari þýðingarmiklu ákvörðun,
en þar segir:
„Tækniþróunin hefur liaft það í för með sér
að framleiðsluaðferðir í verksmiðjuiðnaði og fjölda
handiðngreina hafa orðið þær sömu. Einnig hafa
verksmiðjuiðnaður og handiðnaður í aðalatriðum
sömu hagsmuna að gæta. Það er þess vegna æski-
legt og eðlilegt að samhæfa þau samtök, sem eiga
að annast hagsmuni þessara tveggja atvinnugreina.
Með slíkri samhæfingu nást einfaldari stjórnunar-
Iiættir og starfskraftarnir nýtast betur. Einnig mun
þessi ráðstöfun skapa sameiginlegan málsvara út á
við og leiða til betri þjónustu og leiðbeiningarstarfs
fyrir eigin meðlimi. Takmarkið hlýtur að vera algjör
samruni (sameining) samtaka þessara tveggja at-
vinnugreina."
Samkvæmt samningnum munu Norsku iðnaðar-
samtökin og iðnrekendasambandið tengjast skipu-
lagslega þannig, að sett verður á fót sérstök samstarfs-
nefnd skipuð fimm fulltrúum frá hvorum aðila. Á
aðlögunartímanum munu samtökin starfa sjálfstætt
og fjármálalega óháð hvort öðru. Á sama tíma munu
Norsku iðnaðarsamtökin leiða starfsemi landssam-
taka handiðnaðarins, en iðnrekendasambandið starf-
semi iðngreinafélaga verksmiðj uiðnaðarins. Samtök
verksmiðjuiðnaðarins og handiðnaðarins munu
skipta með sér verkum á sem hagkvæmastan hátt og
koma sameiginlega fram opinberlega og í opinber-
um nefndum. Ennfremur munu skrifstofur sam-
takanna samhæfðar með glöggri verkaskiptingu og
reynt verður að koma á fót sameiginlegri ritstjórn
tímarita samtakanna, með það í liuga að eftir ákveð-
inn aðlögunartíma komi eitt sameiginlegt tímarit
út. Á aðlögunartímanum munu fyrirtæki í verk-
smiðjuiðnaði, sem verið liafa aðilar að Norska iðn-
aðarsambandinu (samtökum handiðnaðarins) njóta
allrar þeirrar þjónustu, sem iðnrekendasambandið
liefur veitt og mun veita smáum og meðalstórum
fyrirtækjum, án þess að um nokkra breytingu á að-
ildargjöldum verði að ræða. Fyrirtæki þessi fá einnig
rétt til að tilnefna tvo fulltrúa í stjórn þeirrar deild-
ar iðnrekendasambandsins, sem hefur þessi mál á
sinni könnu. Þá er og gert ráð fyrir því, að starfsemi
6