Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 15
jarðfræðirannsóknir (geoteknik) Með jarðfræðirannsóknum er átt við rannsóknir, sem miða að því að ákvarða styrkleika, burðar- getu og vatnsþéttleika jarðvegs. Hefur stofnuin aflað sér full- komins tækjakosts á þessu sviði og getur nú tekið að sér öll almenn verkefni er lúta að ákvörðun á jarðtæknilegum hönnunarforsend- um við mannvirkjagerð. Til þessa hefur Jijónusta af Itessu tagi einkum verið vegna jarðstíflu-, hafna- og vegagerðar. Þjónusta á þessu sviði, sem bein- ist meir að einstaklingum myndi vera fólgin í Jrví að ákvarða eigin- fyllingarefna, hvort efnin séu auð- þjöpjtuð, hvort þau séu frostnæm, hvort þau gefi fullnægjandi burð fyrir undirstöður, ennfremur að mæla burðarþol og þjöppun fyll- 'nga á byggingarstað. Að rannsóknum sem þessum starfa að jafnaði 2—3 rannsóknar- menn. húsbygginga- tæknilegar Rannsóknir Leitast hefur verið við að auka rannsóknir á þessu sviði. Unnt er að mæla styrkleika flestra bygging- arefna t.d. togjjol steypustyrktar- járns, styrkleika bita, naglahald o. s- frv. Með tilkomu slagregnsskáps opn- uðust möguleikar á að mæla þétt- leika samskeyta af ýmsu tagi. Nafnið gefur nokkuð til kynna Itvers konar tæki hér er urn að ræða, Þ- e. a.s. tæki sem getur framkall- að slagveður. Skápurinn er þann- tg gerður, að í honum er komið fyrir blásara og regnúðunarsækj- um. Blásarinn blæs vatnsdropum gegnum 16 útblástursop á vegginn sem prófa skal. Með vélbúnaði eru utblástursstútarnir og vatnskran- urnir hreyfðir upp og niður fyrir framan vegginn. Með annarri vél er jöfnum blæstri blásarans breytt í vindhviður. Yfirjrrýsting skáps- ins má stilla með lokum, en blást- urshviður eru 8 á hverri mínútu. Skápurinn er einkum notaður við eftirtalin verkefni: 1. Til að gera samanburðarpróf- anir á Jréttleika mismunandi samskeyta. 2. Til að gera prófanir á glugg- um, Joéttleika opnanlegra glugga með og án Jiéttilista og ísetningu glers. 3. Sem hjálpartæki við liönnun ýmissa samskeyta og val hag- kvæmra lausna. Meðfylgjandi teikning sýnir lá- rétt og lóðrétt snið af skápnum. Gerð hefur verið skrá yfir allar kíttistegundir sem eru hér á mark- aðnum og Jtær flokkaðar eftir eig- inleikum. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið gefnar út í Rb-lausblöðum. Mikið er um ýmiss konar próf- anir á byggingarefnum og er jafn- framt unnið að markaðskönnun á ákveðnum sviðum byggingarefna með útgáfu í huga. Mikið er um það að leitað sé til Rannsóknastofnunar bygginga- iðnaðarins Jregar um byggingar- galla er að ræða og eru raka- og lekavandamál þar mest áberandi. ÚTGÁFUSTARSEMI Reynt hefur verið að koma tæknilegum upplýsingum innan byggingariðnaðarins á frantfæri á tvennan hátt, Jj.e.a.s. með útgáfu sérrita annars vegar og tæknilegra lausblaða liins vegar. í sérritum j)á er ákveðnum málaflokkum gerð ýtarleg skil en lausblöðin gefa möguleika á að taka fyrir ákveðna afmarkaða Jiætti og koma upplýs- ingum varðandi |)á á framfæri. í þeim tilgangi gefur stofnunin út svokölluð Rb-blöð, sem safnað er saman í þar til gerðar möppur. Það er einkum með útgáfu laus- Itlaða, sem unnt er að auka upp- lýsingastreymi til iðnaðar- og tækni manna í byggingariðnaði, og því er af hálfu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins lögð aukin á- hersla á Jrennan Jrátt starfseminn- ar. Er áætlað að gefa út á Jiessu ári 10—12 lausblöð og reynt verð- ur að halda þeim útgáfuliraða á næstu árum. Á tveggja ára fresti gefur stofnunin einnig út ársskýrsl- ur með yfirlit yfir helstu verkefni og starfsemi stofnunarinnar. Öll rit eru sekl á skrifstofu stofnunarinn- ar og hjá Byggingaþjónustu AÍ á Grensásvegi 11. Hdkon Ólafsson, yfirverkfrœ ð i ngur. HREYFILL BLASARI LOKI BLASTURSSTÚTUR VATNSÚÐARI KEÐJUDRIF PRDFVEGGUR LDÐRÉTT SNIÐ Slagregttssliápur. TœkiÖ er notaö til þéttleikaprófunar á vegg- og gluggaeiningum. 15

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.