Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Side 18
Verkefni 13: Tœkniaðstoð vegna
skipaviðgerða
Fyrra verkefnið liófst haustið
1974. Þrjár skipasmíðastöðvar hafa
verið aðalþátttakendur. Aðstoðin
hefur einkum beinst að hagræð-
ingu við teikningar, stálvinnslu og
vinnubrögð við skrokksmíði. Hef-
ur árangur orðið mjög athyglis-
verður.
í beinu framhaldi af þessu verk-
efni hefur athygli beinst að við-
gerðarþörf og afkastagetu í skipa-
viðgerðum hér á landi. Hefur á
undanförnum mánuðum verið
unnið að undirbúningi umfangs-
mikillar áætlunar, sem miðar að
alhliða endurbótum á skipavið-
gerðaþjónustu og aðstöðu hennar.
Verkefni 14: Endurvinnslu-
iðnaður
Unnið er að forkönnun á Iiag-
nýtingarmöguleikum ýmis konar
úrgangs, sem til fellur hér á landi,
svo sem pappírs, málma, plasts,
gúmmís, glers o. fl.
Verkefni 15: Álsteypa
Verkefni þetta beinist að því að
athuga, hvaða álafurðir kæmi til
greina að steypa hérlendis umfram
það sem nú er gert. Á s.l. ári var
þetta m.a. kannað varðandi álflot
á veiðarfæri. Er þcssari athugun
haldið áfram á þessu ári.
Verkefni 16: Skilgreining á for-
sendum nýiðnaðar
Verkefni 17: Könnun smáiðnað-
artœkifœra
Verkefni 18: Könnun meðalstórra
iðnaðartœliifœra
Fyrsta verkefnið lýtur einkum
að því að þróa vinnubrögð í sam-
bandi við samanburð á iðnaðar-
tækifærum. Þá er einnig ætlunin,
að athuga innanlands og utan,
Iivernig leysa má fjármögnun ný-
iðnaðar.
Verkefni 17 og 18 beinast að því
að byggja upp á skipulegan hátt
þekkingarbanka vegna iðnaðar-
tækifæra.
Að eðli til er þetta eitt og sama
verkefnið en til hagræðis er hug-
myndin að flokka iðnaðarverkefni
eltir stofnkostnaði innan við 200
millj. kr. og yfir (allt að 2000 millj.
kr.).
Hugmyndir koma stöðugt fram
um nýiðnað .Með skipulegri leit
hugmynda, kerfisbundinni upplýs-
ingaöflun og samanburði og mati
er þess vænst, að framkvæmdaaðil-
ar geti gert sér skýrari mynd af
valkostum, en verið hefur.
Verkefni 19: HluUifrarnleiðsla
(komponentar)
Alþekkt. er að víða erlendis sér-
hæfa fyrirtæki sig í framleiðslu
hluta, sem annað livort ganga inn
í framleiðslu annarra iðnfyrirtækja
(t.d. bifreiðaverksm.) eða eru seldir
sem varahlutir. — Ætlunin er að
afla vitneskju um starfsemi og við-
skipti af þessu tagi og meta hvort
ástæða og aðstaða sé til fyrir ís-
lenska aðila að sinna framleiðslu-
möguleikum og markaðstækifær-
um á þessu sviði.
Verkefni 20: Námskeið fyrir iðn-
aðarmenn og iðn-
verkafólk
Með tilkomu væntanlegrar
Tæknistofnunar verður stefnt að
stóraukinni fræðslustarfsemi fyrir
starfsfólk í iðnaði hvers konar.
Með verkefni þessu er stefnt að
því að hefja undirbúning að skipu-
legu námskeiðahaldi.
Hús eftir þínu höfði
Við framleiðum staðlaðar einingar í steinhús
og hönnum húsin samkvæmt óskum hvers kaupanda.
Kynnið ykkur kostina.
Hafið samband við sölumenn Húsasmiðjunnar.
HÚSASMIÐJAN HF
Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365.
18