Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Síða 20
stjórnum og ýrnsnm tæknimönnum. Þessi umfjöllun
er þegar hafin með því að halda fundi með þeim
sem fengið liafa skýrsluna til athugunar.
Til þess að gefa aðeins nánari hugmynd um efni
skýrslunnar skal hér aðeins gripið niður í kaflann
um niðurstöður, þar sem talin eru upp brýnustu
úrlausnarefni.
Stefnumótun og samhœfða áuetlanagerð af hálfu
hins opinbera hefur skort tilfinnanlega. Opinber
stefnunnrótun er vart til staðar, hvorki í útgerðar-
málum, né í aðal þjónustuiðnaði útgerðarinnar, þ.e.
skipaiðnaðinum.
Fjármögnun verkefna lijá innlendum skipaiðnaði
er eins og málum er háttað í dag vægast sagt mjög
erfið. Brýnasta verkefnið er að sjá til þess að fjár-
mögnun verkefna verði ekki óhagstæðari hér innan-
lands en erlendis. Þetta er forsenda allra annarra
aðgerða.
Fjármagn til uppbyggingar skipaiðnaði er ýmist
ekki til staðar eða alltof dýrt, skilið á þann veg að
greiðslubyrði af venjulegri nýrri fjárfestingu yrði í
dag alltof hátt hlutfall af tekjustofni til þess að
unnt yrði að standast erlenda og innlenda sam-
keppni. Fjármagnskostnaður af eldri fjárfestingu er
yfirleitt lágur, en aðstaðan ófullnægjandi og endur-
nýjunar þörf. Hlutdeild hins opinbera í fjármögnun
aðstöðu fyrir skipaiðnaðinn er mjög misskipt, bæði
milli einstaklinga og bæjarfélaga og virðist mjög
handahófskennd.
Verðlagskerfið hefur verið dragbítur á eðlilega
tækni- og rekstrartæknilega þróun í skipaiðnaðinum.
Söfnun og úrvinnsla upplýsinga, sem stuðlað gæti
að stöðugri og jafnari verkefnum hefur verið mjög
ófullnægjandi. Hér er t.d. átt við upplýsingar unr
væntanlegar viðgerðir og stærri breytingar, áform
stöðva og árangur, sem hefur náðst í viðgerðum.
Aðstaða sú, sem bæjarfélög og hið opinbera hafa
látið skipaiðnaðinum í té, er oft fálmkennd og eru
mörg dæmi þess að það hafi hamlað verulega á móti
framleiðniaukningu í skipaiðnaði og þó einkum við-
gerðum.
Formleg samvinna milli útgerðar og viðgerðaað-
ila innbyrðis er nær óþekkt. Skipulag samtaka út-
gerða og viðgerðaaðila hefur verið með þeim hætti
að þeir hafa eingöngu myndað andstæður (kaup-
andi/seljandi) þó svo að hagsmunir þeirra falli sanr-
an á mörgum sviðum, svo sem fljót og góð nýting
tækjabúnaðar. Vafalítið eru hagsmunir þeirra mun
meira sameiginlegir en andstæðir þegar á heildina
er litið.
Uppbygging einstakra fyrirtœkja hefur yfirleitt
verið ófullnægjandi í þá átt að sinna alhliða við-
gerðaþjónustu. Tæknibúnaður er mjög misjafn, en
þó víða ábótavant.
Slöðugt vinnuafl er iðnaðinum nauðsyn, en kaup-
gjald er lágt, vinnuaðstaða léleg, vinnuöryggi lítið
og járniðnaðarmenn leita til annarra starfa en í
skipaiðnaði, svo sem að virkjunarframkvæmdum.
Skipulegri iœlini- og rekstrarráðgjöf í skipavið-
gerðurn hefur ekki verið beitt. í nýsmíðum hefur
tækniaðstoð verið nokkur og hefur víða borið góð-
an árangur á þeim afmörkuðu sviðum, þar sem
lienni hefur verið beitt. Árangur hefur þó orðið
minni en efni stóðu til vegna niðurskurðar á lán-
veitingum til skipa í smíðum innanlands.
Skipulögð rekstrar- og tœkniaðstoð við útgerð
hefur fram að síðustu árum verið svo til óþekkt, en
mikil þörf er fyrir slíka starfsemi.
1 11. kaflanum: Tillögur, eru settar fram, hug-
myndir til lausnar þeim vandamálum, sem bent er á
í skýrslunni. Má segja að tillögurnar skiptist í gróf-
um dráttum í þrennt.
í fyrsta lagi er lagt til að hið opinbera geri átak til
skýrari stefnumótunar um útgerðarhætti og upp-
byggingu skipaiðnaðarins, bætt verði úr vanda
vegna fjármögnunar verkefna, fjármögnunar upp-
byggingar skipaiðnaðarins og nýju verðlagskerfi
verði komið á. Bent er á ýmsar leiðir sem hið opin-
bera liefur um að velja til að framkvæma úrbætur
á þessum málum, s.s.:
1. Nefndaskipun
2. Fela verkefnin opinberum stofnunum sem fyr-
ir eru s.s. Tæknistofnun, Framkvænrdastofnun
og Þjóðhagsstofnun
3. Ráðuneytin geti sjálf unnið verkefnin með að-
stoð ntanaðkomandi starfskrafta
4. Fela liugsanlegri skipatæknideild verkefnin.
Dæmi eru tekin um einstök verkefni og bent á
lrugsanlegar leiðir fyrir stjórnvöld til úrlausnar.
í öðru lagi er svo lagt til að komið verði á fót
skipatæknideild, senr þjóni sameiginlegunr hagsmun-
unr þeirra, sem starfa við útgerð og skipaiðnað
(þ.e.a.s. bæði nýsmíði og viðgerðir), auk annarra
aðila. Eru hugmyndir unr skipatæknideildina nánar
útfærðar að því er varðar stjórn, fjármögnun og
skipulag. Þá eru talin nokkur helstu verkefni, sem
deildin ætti að sinna og eru þau þessi:
1. Upplýsingasöfnun — úrvinnsla og miðlun. Má
jjar nefna m.a. áætlanir um samsetningu flot-
ans, fyrirsjáanleg verkefni, gerð útboðs og verk-
skilmála, aðlögun og upptaka ákveðinna staðla.
2. Aðstöðukönnun. Könnun á fyrirtækjum og að-
stöðu til viðgerða. — Samanburður á viðgerða-
þörf og afkastagetu i grófum dráttum.
3. Tillögur um úrbætur á aðstöðu.
20