Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Page 25
SICURDUR GUDMUNDSSON
SAMKEPPNIN UM NEVSLUNA
I'að tekur nútímamanninn stöð-
ugt skemmri tíma að fullnægja
frumþörfum sínum, um fæði, og
klæði, húsnæði og öryggi. Það má
því líta svo á að flest öll neyslu-
form séu í samkeppni hvert við
annað. Hinar gömlu handiðnir
standa nú frammi fyrir gjörbreytt-
um markaði, þar sem frumþörfin
ein ræður ekki eftirspurn, nema að
litlu leyti, heldur gildir þar meir
getan til að skapa þörf hjá við-
skiptavininum. Hér skal reynt að
taka saman í hnotskurn hvernig
handiðnirnar standa í þessu stríði.
Undanfarna áratugi hafa miklar
breytingar orðið á neyslusamsetn-
ingu landanna. Hlutfall verk-
smiðju framleiddra vara hefur
aukist stórlega en ýrnis þjónustu-
iðnaður dregist hlutfallslega aftur
úr. Ástæðan fyrir þessum sam-
drætti handverksins eru margar,
en af þeim má nefna, sem veiga-
mestu þættina.
1. Verð vörunnar,
2. Skortur á auglýsingum og kynn-
ingu.
Neytandinn reynir að l'á, scm
adlra mesta þarfafullnægingu fyrir
jrað fé, sem lrann hefur til að spila
úr, og verðið er Jjar stór þáttur.
Stórframleiðsla hefur á mörgum
sviðum með færiböndum sínum og
stórvirkum vélum getað boðið
framleiðslu sína margfalt ódýrari
en handverksmaðurinn.
Hvað veitir mesta þarfafullnæg-
ingu er stundum erfitt að ákveða,
og jrví er auglýsingin og kynningin
mjög mikilvægur þáttur í ]ní að
sannfæra menn og beina athygli
jteirra að „réttri neyslu“.
Þjþnusta og smáiðnaður al-
rncnn er eilt form neyslu.
Neytandinn hefur oftast ivo
möguleika, að gera við hlutina eða
aðkaupa nýjan. Að kanpa sérsmíð-
að, sniðið að sínum jrörfum, eða
verksmiðjuframleitt. Að láta klippa
sig eða greiða oftar en áður. Þann-
ig má segja, að:Iðngreinarnar eru
i sctmkeppni við önnur neyslu-
form.
Á vissum sviðum henlar fœri-
bandið best en á öðrum sviðum
verður handverkið, eða eitthvert
millistig milli liandverks og fjölda-
framleiðslu að halda velli.
Góður handverksmaður Jtekkir
kosti og galla fjöldaframleiðslunn-
ar og nýtir sér Jjá kosti, sem hún
liefur upp á að bjóða. Með sam-
tökum um innkaup, samvinnu um
notkun á stórum og afkastamikl-
um vélum má notfæra sér kostina
við stórframleiðslu án Jtess, að
burðast nteð ókostina.
Hvert er gildi vinnunnar og
vinnustaðarins i lifi okkar?
Hvernig samrýmist það lífs-
form sem verksmiðjurnar skapa
óskum okkar.
Öll okkar neysla er í þarfafull-
nægingu á einhvern hátt. Því verð-
um við að svara þeirri spurningu
hvaða lífsform veitir okkur mesta
Jjarfafullnægingu. Það virðist svo,
að flestum okkar henti mjög vel
að vera okkar eigin herra og á
sama hátt er lítið fyrirtæki mann-
25