Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Síða 27
Eftir )>ví sem fyrirtækin verða
stærri fer meiri tími í upplýsinga-
streymið milli rnanna, og nauð-
synlegt er að setja upp flókin bók-
hakls- og stýrikerfi til að tryggja
að fyrirtækið geti starfað.
Þegar sanri maðurinn sér um
alla aðalþættina í rekstrinum,
fjármál, innkaup og sölu, verk-
stjórn, skipulagningu og framtíð-
aráætlanir sparast flókin stýrikerfi
og jafnframt eru allar ákvarðanir
teknar rniklu hraðar.
Markmið smáfyrirtækja er í eðli
sínu mjög ólík markmiðum þeirra
stóru.
í litlu fyrirtækjunum er það
einstaklingurinn sem allt snýst um
og markmið og skipulagning fyrir-
tækisins eru miðuð við þekkingu
óskir og getu hans og starfsmanna
hans.
HVAÐ ER TIL BÓTA?
Það hefur lengi loðað við Itand-
verksmenn, að þeir hafa staðið
gegn hvers konar auglýsingum,
þar sem þeir hafa óttast, að með
því rnóti taki einn aðeins við-
skiptavininn frá öðrum.
Þessir aðilar gera því raunveru-
lega ráð fyrir, að eftirspurnin sé
ákveðin og óbreytanleg, en í raun
og veru er hún í flestum tilfellum
mjög breytileg.
í flest öllum tilfellum er hægt
að auka neysluna á einu sviði á
kostnað annara.
Ekki er einblínt á hversu vel
fjármagnið ávaxtar sig, lieldur
hvernig hópurinn kernst af.
Einstakir iðnmeistarar eru ekki
alltaf réttu aðilarnir til að auglýsa,
þar sem þeir í mörgum tilfellum
annað hvort þurfa ekki að aug-
lýsa, vegna þess að þeir hafa nægj-
anlega marga viðskiptavini fyrir,
eða þá að þeir hafa einfaldlega
ekki efni á því. Ef sarntök iðn-
greina hafa það senr markmið að
efla vöxt og viðgang iðngreinar-
tnnar, ber samtökunum þá ekki
að standa að því að auglýsa iðn-
greinarnar í heild.
Ford Cortina
Ford Cortina 1977,til sýnis daglega
í sýningarsal okkar; komið
og kynnist nýju Cortinunni
Ford í fararbroddi.
9 SVEINN EGILSSON HF
FORDHUSINU SKEIFUNNI 17 SIMI 85100
Völundar
tímbur
vandað
timbur
Timburverzlunin
Volundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
27