Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Page 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Page 33
áður hafði McMurtry fengið bandarískt einkaleyfi (nr. 1021323) á annarri svipaðri hugmynd, en hættu- minni. Hattur hans innihélt ekki byssu, heldur geymi nteð sápulegi í. Slanga lá frá geyminum að litlum þrýstiloftsgeymi, sem innihélt helium, í vasa þess sem ber hattinn. Það hefur verið hrífandi sjón að sjá hefðarfrúrnar strunsa eftir götunum með sápukúluský yfir höfði sér. „SPEGILSAKKA“ Um 1885 gerði bandaríkjamðurinn William Lamb uppgötvun, sem vert væri fyrir íslenska fisk- veiðimenn að athuga nánar. I stað sökkunnar er not- aður spegill. Fyrir framan spegilinn var öngullinn með agni. Með orðum uppgötvarans: „Þegar fisk- urinn nálgast sér hann spegilmynd sína og heldur að það sé keppinautur um agnið. Hann verður þá svo ákafur í að verða á undan að ná í agnið að hann gætir sín ekki eins vel og hrifsar agnið af slíkri græðgi að hann festist í önglinum. „SPÉKOPPATÆKI“ Tækið frá 1896? til að gera spékoppa, er því mið- ur kannske ekki lengur not fyrir. Hnappurinn er settur þar sem spékoppurinn á að korna og bornum snúið þannig að valsinn nuddar kinnina, svo að kinnin bólgnar upp og spékoppurinn helst. „ROTTUGILDRA" Rottum fer fjölgandi á íslandi og athugandi er að reyna frumlegri lausnir en almennt hafa verið notaðar gegn þeim. íslenskir framleiðendur geta nýtt sér gamla gerð af rottugildrum, sem veiðir rotturn- ar, festir bjöllu um hálsinn á þeim og sleppir þeim síðan aftur. Þegar rottan hleypur síðan aftur til fjölskyldunnar sinnar með klingjandi bjöllu unt hálsinn, fælir lnin allar rotturnar burt úr húsinu. „ÁRÓSARTÖLVAN“ Loksins er komin á markaðinn reiknivél, sem allir liafa beðið eftir, handhæg, einföld í notkun, ódýr og umfram allt rnjög einföld í framleiðslu. Reikni- vél þessi var hönnuð í Árósum í Danmörku og þar sem ekki hefur verið tekið einkaleyfi á að fram- leiða hana á íslandi, getur hver sem er notað sér hugmyndina hér. 33

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.