Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1976, Blaðsíða 35
um má nefna segulbönd, sýningarvélar í’yrir skugga- myndir og kvikmyndir. Ekki var Dansk Arbejdsgiverforening sérlega ánægt með árangur af „Hvernig gengur fyrirtækið". Var okkur sagt að sennilega sé nauðsynlegt að kenna efnið með því að taka fyrir eitt fyrirtæki í einu, sem auðvitað er mjög kostnaðarsöm aðferð. Dansk Arbejdsgiverforening hefur látið gera könnun á hvernig „Hvernig gengur fyrirtækið" hefur heppn- ast, og fengum við eintak af niðurstöðum. Þar sem árangur af útgáfustarfsemi þessari olli vonbrigðum, mun Dansk Arbejdsgiverforening ekki ætla sér útgáfu svokallaðra „mini version“ af efn- inu, en þess má geta, að um þessar mundir er ný- lokið þýðingu þess úr norsku á íslensku. NÁMSKEIÐ Á GL. AVERNÆS Námskeið þetta var haldið á vcgum Hándværks- rádet fyrir ráðgjafa sérsambanda innan þess. Mark- mið með námskeiðinu var, fyrir utan að kynna J)á málaflokka, sem voru á dagskrá, að gera ráðgjöfun- um kleift að nota umrædd efni til kennslu. Þeir málaflokkar, sem voru á dagskrá, voru þessir: Bókhald Fjármögnun Samvinna Bókhald Námskeiðið byrjaði með kynningu á sjónvarpsút- sendingum, sem eiga að fjalla um bókfærslu og reikningshald minni iðnfyrirtækja (Regnskapsföring for hándværk og minde industri). Til grundvallar þessum útsendingum liefur Danmarks Radio látið gera bók um efnið, í samráði við Hándværksrádet og fleiri stofnanir. Útsendingar Jiessar koma í sjónvarpi og útvarpi — sjö í sjónvarpi og sjö í útvarpi. Eftir hverja út- sendingu geta þátttakendur hringt í Hándværks- rádet og ráðgjafa liinna ýmsu sérsambanda og feng- ið spurningum svarað. Eftir að hafa kynnt okkur bókina, erum við sam- mála um að hún henti mjög vel íslenskum smá- fyrirtækjum, eftir að bókin hefur verið heimfærð á íslenskar aðstæður. Hins vegar urðum við fyrir mikl- um vonbrigðum með sjónvarpsútsendingarnar, sem að okkar mati voru illa gerðar. Fjármögnun A öðrum degi var fjallað um fjármögnun. Hefur Hándværksrádet gert bækling um fjármögnunar- möguleika handverksfyrirtækja, sem auðvitað er skrifaður út frá dönskum aðstæðum. í fyrirlestrum tveggja bankamanna kom fram, að bankar og aðrar lánastofnanir leggja mikla áherslu á að J)ær upplýsingar, sem fyrirtækið þarf að láta í té, séu unnar í fyrirtækinu. Að öðru leyti fór dag- urinn í að ræða mál, sem eru staðbundin við Dan- mörk. Samvinna Síðasta daginn var fjallað um samvinnu. Skiptust J)ær umræður í þrjá málaflokka. í fyrsta lagi hvers vegna samvinna og í hvaða formi, kostir og gallar. 1 öðru lagi hinir svokölluðu ERFA-liópar, sem eru umræðuhópar, þar sem skipst er á skoðunum og íeynslu. í J>riðja lagi var fjallað um samvinnu í út- flutningi. í framhaldi af fyrirlestrinum um ERFA-hópana, var sýnd sjónvarpsmynd um þá, sem félag endur- skoðenda hafði látið gera. Okkur fannst fyrirlestur- inn og myndin mjög athyglisverð og teljum æski- legt að þessi mál verði kynnt hér á landi. ERFA- hópur er á dönsku ERFA-gruppe, og er stytt úr orð- inu Erfaringsgruppe. Á námskeiðinu á Gl. Avernæs gafst okkur einnig tækifæri til að skiptast á skoðunum og fræðast af starfsmönnum Hándværksrádet og ráðgjöfum hinna þátttakenda í námskeiðinu. Meðal annars íæddum við um starfsaðferðir J)essara manna, árangur starfs- ins, samvinnu innbyiðis og margt fleira. Þessar um- ræður voru að okkar mati mjög J)ýðingarmikill þátt- ur námskeiðsins. HELGARNÁMSKEIÐ l VIBORG Markmið okkar með J)ví að sækja námskeiðið var að kynnast ])ví hvernig námskeið innan sérsambanda Hándværksrádets fara fram. Á dagskrá voru J)cssir málaflokkar: Laugardagur: Kynslóðaskipti í fyrirtæki V erðlagslöggj öf i n Sunnudagur: Vandamál í sambandi við iðn- nema. Námskeiðið fór fram á hefðbunclinn hátt og fannst okkur ekkert markvert koma fram í því hvern- ig námskeiðshald fer fram. Þá tókum við eftir einu atriði, sem okkur Jjótti til fyrirmyndar, en J>að var að eiginkonur iðnmeistaranna tóku J)átt í námskeið- inu. Þeir málaflokkar, sem voru til umræðu, eru staðbundnir Danmörku, og teljum við ekki ástæðu til að rekja það nánar. Þess má geta að lokum, að Hándværksrádet bauð Sigurði Guðmundssyni að slást í för með fram- kvæmdastjóra Hándværksrádets til Genf á fund Al- Jjjóðasamtaka smáfyrirtækja (Internationale Gen- werbeunin), sem bæði Landssambands iðnaðar- manna og Hándværksrádet eru aðilar að. Urðu ])eir fyrir miklum vonbrigðum með fundinn og ákváðu að mæla eindregið með j>ví hvor um sig að Hánd- værksrádet og Landssamband iðnaðarmanna segðu sig úr samtökum þessum. 35

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.