Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 7
EFN I: Hjörleifur Guttormsson: Almæliskveðja ............... (i S igm ar Armannsson: Sanital við Björgvin Frederiksen 7 Vigfiís Sigurðsson: Minningar Irá 50 ára starli l..i. . 18 Ingólfur Finnbogason: Minningabrol á 50 ára alinæli L.i..................21 Sigmar Armannsson: Svipmyndir úr50árasögu L.i. .. 27 Svavar Gestsson: Krumskylda \ ið Iramtíðina.....40 Kja rta n Jóha nnsson: Afinæliskveðja .................48 .S’ teingn m urHe rma n nsso n: Afmæliskveðja ..................49 Geir Hallgrítnsson: Heillaóskir....................50 S igma r A rma n nsson: Alinælisfundur L.i. á Akureyri . 56 Þó rleifu rjó nsson: Stai fsskilyrði iðnaðar ..........66 Sigu rSu r K ristinsson: Setningarræðaá 39. Iðnþingi ... 74 Hjörleifur Guttormsson: Ræða við setningu 39. Iðnþings 84 G uðmundu r M agn ússo n: Kengsl háskólans við átvinnulífið .................92 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA Utgefandi: LANDSSAMBAND (ÐNAÐARMANNA Ritstjóri og ábm. SIGURÐUR KRISTINSSON Setning og jyrentun: Prentsmiðjan Hólar hf. 50 ára starfsemi Landssamband iðnaðarmanna var stofhað 21. júní 1932 og er því ;tð verða 50 ára. Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu og hafá nokkrir viðburðir þegar farið f ram, en aðalhátíðarhöld vegna af mælisins verða í byrjun júní- mánaðar. Þetta hefti Tíniárits iðnaðarmanna er helgað afmæli Landssambandsins. íslenskur iðnaður hefur tekið stórstígum framförum á liðn- um fimm áratugum og hefur barátta Landssambandsins átt þar drjúgan hlut að máli. Sem félagssamtök hefur Landssambandið sjálft einnig á þessu tímabili breyst og þróast í samræmi við þær breytingar, sem orðið hafa í þjóðfélaginu. Frá upphafi hefur tilgangur Landssambandsins verið sá, að vinna að því að iðnað- armenn búi \ ið eðlileg starfsskilyrði í þjóðfélaginu. Að þessu hefur verið unnið með margvíslegum hætti á liðnum áratugum, þótt mismunandi mikil áhersla hafi verið lögð í hina ýinsu málaflokka. Landssambandið hefur látið sig varða öll málefni iðnaðar, en hefur þó ekki blandað sér í kjara- og launamál, og hefur bæði goldið þess og notið. Það hefur af þeim sökum misst úr röðum sínum þá, sem launin skipta mestu, en aftur á móti ekki misst trúnað þeirra um hin sameiginlegfi, faglegu málefni. Lengi var barist við skilningsleysi stjórnmálamanna um nauðsyn öflugs innlends iðnaðar, en á síðari árum hefur þeim einnig skilist þýðing iðnaðarins í íslensku þjóðlífi. Oft hafa talsmenn iðnaðar verið sakaðir um að vera ósanngjarnir í kröfugerð sinni um bætta aðstöðu til rekstrar fyrirtækja sinna, og væru þeir sífellt með á reiðum höndum samanburð við aðrar atvinnu- greinar. Nokkrir sanngjarnir stjórnmálamenn hafa þó viður- kennt réttmæti þessa, en bent jafnframt á, að erfitt muni að leiðrétta ýmsa mismunun á starfsskilyrðum iðnaðar og þeirra atvinnugreina, sem lengi hafa notið betri aðstöðu. Nýframlögð skýrsla Starfsskilyrðanefndar sýnir svo ekki verður um villst, að málflutningur okkar hefur haft við rök að styðjast. Er þess að vænta, að þar sem allir stjórnmálamenn nú viðurkenna nauð- syn öflugs iðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf, að þeir sameinist um nauðsynlegar leiðréttingar og úrbætur iðnaði þessa lands til handa. Margt hefur áunnist á 50 ára ferli, en ekkert baráttulaust, og enn verður að nota tækifærið til að livetja menn til samstöðu um að efla Landssambandið til enn meiri átaka í framtíðinni. í hönd fara miklir breytingatímar, sem munu hafa mikil áhrif á stöðu iðnaðarmanna. Það verður þess vegna mikilvægara en nokkru sinni fyrr, að iðnaðarmenn eigi samtök, sem geta haldið farsællega á málstað þeirra og gætt þess, að hlutur þeirra verði ekki fyrir borð borinn. Stefnuskrá síðasta Iðnþings er leiðarljós- ið. Sameinumst í starfi. S.K. UNDSðC!; ','AFH 3 5>382 ftt/.MS Tímarit iðnaðarmanna 5

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.