Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 9
„Eflið íslenskcan iðnað
oq sýnig honum sannqirni"
Sigmar Ármannsson ræðir við Björgvin Frederiksen,
fyrrverandi forseta Landssambands iðnaðarmanna
Björgvin Frederiksen, vélvirkjameistari,
var forseti Landssambands iðnaðarmanna
á árunum 1952 til 1960. Björgvin er manna
minnugastur og kann þá list öðrum fremur
að segja létt og skemmtilega frá. Hér á eftir
fer viðtal við Björgvin, þar sem viðhorf
hans til málefna iðnaðarins bera á góma
auk þess sem hann rifjar ýmislegt upp
varðandi iðnnám sitt, brauðstrit og eigin
atvinnurekstur og síðast en ekki síst þátt-
töku sína í félagsmálum. Af eðlilegum or-
sökum kemur Landssamband iðnaðar-
manna þar mjög við sögu, svo löng og far-
sæl sem tengsl hans hafa verið við þau
samtök. En að góðum og gegnum sið byrj-
ar Björgvin að segja deili á sér og sínum.
Ég er fæddur í Reykjavík arið 1914. Móðir mín var
Margrét Halldórsdóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu,
en faðir minn var danskur, Aage Martin Christian
Frederiksen að nafni. Hann flutti hingað til lands
árið 1906 og starfaði sem vélstjóri. Kona mín er
Hallfríður Björnsdóttir tollvarðar Friðrikssonar og
konu hans, Maríu Sigurvaldadóttur. Viðeigum fjög-
ur börn, dæturnar Birnu og Sigurbjörgu, húsmæð-
ur í Reykjavík, og synina Hilmar lögfræðing og Frið-
rik fulltrúa, sem einnig eru búsettir hér í borg.
Fyrstu störfin
Tíu ára gamall byrjaði ég sem sendisveinn í lítilli
matvöruverslun í Reykjavík. Síðan var ég í sveit í tvö
sumur vestur í Staðarsveit á Snæfellsnesi hjá Birni
bónda á Alftavatni og Rannveigu konu hans, góðu
fólki, sem bjó á gamla mátann í notalegum torfbæ.
Ég er alla tíð þakklátur fyrir, að ég kynntist lífi og
Björgvin Frederiksen ásamt eiginkonu
sinni, HallfríSi Bjömsdóttur. Myndin er
tekin fyrir skömmu á heimili þeirra
hjóna.
Txmarit iðnaðarmanna
7