Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 10
starfi þessa ágæta fólks, og fekk fyrir 55 árum innsýn í lifnaðarhætti þjóðarinnar eins og þeir höfðu verið um aldir. Eftir sveitarstörfin gerðist ég aftur sendill, nú hjá heiðursmanninum Gísla Olafssyni, bakara- meistara, sem löngunt hefur helgað sig málefnum bakaraiðnarinnar. Um daginn var bolludagur og bakarameistarar um allt land bökuðu bollur, sem kostuðu 10 nýkrónur stykkið, þ.e. 1000 krónur gamlar. Þegar ég var sendiherra í bakaríinu hans Gísla kostaði bollan 10 aura. Fyrir verð einnar bollu nú liefði ég þ\í fengið hvorki fleiri né færri en 10.000 bollur þá. Þetta dæmi sýnir vel verðlagsþró- unina, sem orðið hefúr hér á landi síðustu 50 árin eða svo. Gísli var ágætur húsbóndi, en vinnan var ströng. Bakaríin voru yfirleitt opin til klukkan 9 á kvöldin, og sjálfsagt þætti mörgum skrítið nú, að fengi kona gesti í kvöldkaffl og vantaði meðlæti, svona hálfa jólaköku og nokkur vínarbrauð, var bara hringt í bakarann og hann sendi henni umbeðið bakkelsi að bragði. Seinna réðist ég svo sem sendi- sveinn til Sambands íslenskra samvinnufélaga. A þeim tíma voru margir afburðarmenn starfandi hjá SIS, t.d Jón Arnason og Sigurður Kristinsson, og tel ég mig þar hafa komist í góðan skóla. Þar var engin stimpilklukka, þó mættu allir á mínútunni á morgni hvers vinnudags. Jón Arnason opnaði svo dyrnar hjá okkur, leit inn fyrir og bauð góðan daginn. Vinnuandinn var slíkur, að ekki þurfti frekara eftir- lit með stundvísi starfsmanna. Iðnnámið Eg var snemma hneigður fyrir smíðar og dútl við vélar, hef eiginlega fengist við slíkt frá því ég man eftir mér. Þegar ég vann hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, hugsaði ég mikið um að komast í iðnnám í vélsmiðju, en á þessum kreppuárum var það síður en svo auðvelt. Um þetta leyti var forstjóri Landssmiðjunnar Ásgeir Sigurðsson, mikill ágætis- maður. Ákvað ég að ganga á hans fund á eigin spýt- ur og fór heim til hans á Túngötuna. Þegar ég kom þangað, segir Ásgeir: ,,Hvað er þér á höndum ungi maður?“ Ég svaraði hinn kotrosknasti, að ég vildi gjarnan komast í iðnnám í Landssmiðjunni. Ásgeir sagði þá, að það væri síður en svo auðvelt mál að gerast lærlingur þar, og væru að minnsta kosti 20 menn á biðlista, sem vildu komast í nám. Við svo búið ætlaði ég að fara og gekk niður húströppurnar. Kallaði Ásgeir þá á eftir mér: „Heyrðu, komdu aftur og talaðu við mig í mars.“ Síðar starfaði ég með Ásgeiri í Meistarafélagi járniðnaðarmanna. Þásagði hann mér frá því, af hverju hann hefði skipt um skoðun og kallað á eftir mér. Ástæðan hefði verið sú, að þetta hefði verið í fyrsta skiptið, sem nokkur piltur hefði komið sjálfur og leitað eftir iðnnáms- samningi hjá honum. Þar við bættist, að til þessa 8 hefði Landssmiðjan engan nema tekið án þess að ráðherrar, alþingismenn, starfsmenn ráðuneyta og aðrir slíkir hefðu haft hönd í bagga og beitt áhrifum sínum til að tryggja skjólstæðingum sínum samn- ing. Það hefði því dottið í sig, að þennan strák skyldi hann taka í læii án þess að spyrja kóng eða prest. Það varð svo úr, að ég hóf nám í Landssmiðj- unni í júlímánuði 1981. I grófum dráttum var iðn- náminu á þessum árum svo háttað, að alla virka daga vikunnar var unnið frá klukkan 8 að morgni til klukkan 18 að kvöldi. Síðar á námsárum mínum breyttist vinnutíminn á laugardögum að vísu þann- ig, að aðeins var unnið til klukkan 13, og þótti mörg- um það mikil umskipti. Iðnskólanámið var svo ein- göngu stundað á kvöldin, og þurftum við jafnan að vera mættir í skólann klukkan 19.10. Máttum við, iðnnemar, hafa snör handtök og flýta okkur heim að loknum vinnudegi í smiðjunni, skipta um föt og vera mættir tímanlega á skólabekkinn. Skólastjóri Iðn- skólans var þá Helgi Hermann Eiríksson, forseti Landssambands iðnaðarmanna, og átti ég eftir að hafa af honum meiri kynni síðar, eins og ég mun víkja að hér á eftir. Það var líklega á öðru námsári mínu, að iðnnemar gerðu verkfall og fóru fram á launahækkun, og ég hygg, að það hafi verið í fyrsta skipti, sem nemar lögðu í slíkar aðgerðir. Þetta var auðvitað alvarlegt mál, og héldu foreldrar nemanna og aðrir, að námssamningunum yrði slitið, enda hafði því verið hótað. Eundur var haldinn um þetta mál í Fjalakettinum. Var hann fjölsóttur, og mikið um bæði eldheita konnna og krata, sem höfðu sig mjög í frammi og töluðu fyrir þessu hagsmunamáli nemanna. Mig minnir fastlega, að málið hafi leystst vegna þess, að sveinarnir tóku ákvörðun um það að standa með nemunum. Hækkaði kaup nema á fyrsta ári úr 30 aurum á klukkustund í 50 aura, og })egar ég lauk námi árið 1935, hafði ég heila 80 aura á klukku- stund. Strax að loknu sveinsprófi hélt ég utan til Dan- merkur og hóf þar nám í vélfræðiskóla. Ég sigldi með gamla, góða Gullfossi og tók ferðin til Kaup- mannahafnar sjö sólarhringa með viðkomu í I.eith í Skotlandi. Fargjaldið var þá 80 krónur á öðru far- rými og fæðið 5 krónur á dag. Þetta voru krepputím- ar og sökum fjárskorts gat ég ekki stundað þennan skóla nema eitt ár. Þó kostaði hver mánuður mig í Danmörku aðeins 150 krónur og þetta heila ár sam- tals 1800 krónur, og finnst sjálfsagt sumum það ekki dýrt nú. Þegar ég lauk sveinsprófi, gaf Helgi Her- mann, skólastjóri, mér meðmælabréf, sem hugsað var til þess að auðvelda mér róðurinn fjárhagslega. Það tókst þó ekki. Bréfið, sem var stílað ,,til hvers er það varðar," hljóðaði svo: „Björgvin Erederiksen, vélvirki, hefur verið nemandi í Iðnskólanum í Reykjavík í 3 ár og lokið burtfararprófí þaðan með Tírnarit iönaöarmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.