Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 11
mjög hárri fyrstú einkunn. Hann var iðinn, ástund- unarsamur og prúður nemandi og virtist haf’a mik- inn áhuga á nánii sínu og iðn. Nú óskar hann að komast utan til frekara náms, en er þess ekki megn- ugur efnalega, nema hann njóti til þess ríflegs styrks. Ég tel hann líklegan til frama í iðn sinni og vil ein- dregið mæla með því, að hann verði styrktur til framhaldsnáms eftir því sem unnt er.“ Eftir að ég kom heim frá námi, vann ég sem sveinn í Lands- smiðjunni í eitt ár. En ég hafði þó alltaf áhuga á því að byrja með sjálfstæðan rekstur, og því varð það úr, að ég leigði kjallarann í húsinu Lindargötu 50, því sama húsi og ég á nú heima í, en þar hafði áður rekið smiðju Kristján nokkur Kristjánsson, mikill heiðurs- maður. Nú háttar svo til, að við sömu götu og verk- stæði mitt stendur er sláturhús. Sá ég, að þar var verið að setja niður frystivélar, og var verkið unnið undir umsjón Dana nokkurs, sem hafði sér til að- stoðar íslenska vélsmiði. Fór ég að hugsa með mér, að hér væri grein, sem Islendingar hefðu látið sig litlu skipta hingað til, þ\ í uppsetning frystibúnaðar var yfirleitt í höndum útlendinga, einkum þó Dana og Þjóðverja. Fyrir milligöngu Jóns Árnasonar hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga komst ég að hjá Sabroeverksmiðjunum í Danmörku. Skyldi ég fá 75 krónur í kaup á mánuði ásamt fríu fæði og húsnæði. Þetta þóttu nú ekki há laun, en ég lét mig hafa það. Dvaldi ég þarna í 5 mánuði og kom heint árið 1938 með bréf upp á það, að ég hefði kynnt mér vélar þessarar verksmiðju, smíði þeirra og viðhald, og hefði í því efni staðið ntig ágætlega. I þessari verk- smiðju unnu yfir 300 manns, og var hart barist um hverja stöðu, enda voru um 700 atvinnulausir vél- smiðir í Árósum, þar sem verksmiðjan var, en á þessum árum hafa íbúarnir verið u.þ.b. 65.000 þar í borg. Stauning, forsætisráðherra Dana um þetta leyti, gerði hvað hann gat til að létta undir nteð alþýðu manna. Alls konar styrkir og opinber aðstoð var tekin upp, og má sjálfsagt rekja upphaf núver- andi framfærslubákns danska ríkisins til þessaraára. Snemma komust menn upp á lagið með að spila á kerfið. Einn mánudaginn bar svo við, að aðstoðar- maður í verksmiðjunni rnætti ekki til vinnu. Nokkru síðar, þegar hann var kominn til vinnu á nýjan leik, og starfsmenn sátu í kaffihléi og spjölluðu, var hann spurður að því, af hverju hann hefði verið fjarver- andi þennan mánudag. „Ég var svo andskoti slapp- ur,“ svaraði maðurinn. ,,Já, en þú komst ekki alla vikuna," sögðu hinir þá. „Rétt er það“, sagði maður- inn, „en það kemur nú til af öðru. Sjáið þið til. Ég hef 8 krónur á dag í laun, þegar ég vinn. Ef ég er veikur, fæ ég 7 krónur á dag. Vinnuvikan er sex dagar og vikulaunin eru því 48 krónur. Sé ég hins vegar veik- ur, fæ ég greiddar 7 krónur sjö daga vikunnar, þ. e. 49 krónur á viku. Ég græði því 1 krónu á viku á því að vera veikur heima hjá mér.“ Þetta var fyrsta dæm- ið, sem ég kynntist, þar sem ungur maður hóf þá iðjti að leika á kerfið. Síðar fór ég til Danmerkur aí’tur til að kynnast framleiðslu dísilvéla, og var ég þar, þegar þýski herinn hernam Danmörku í aprílmánuði 1940. Eins og margir áðrir Islendingar varð ég þarna innlyksa, en heim til IsUmds komst ég haustið 1940 með Frekjunni. Varð það söguleg ferð. En kynnisferðum mínum var ekki lokið, þrátt fyrir það, að heimsstyrjöld væri skollin á. Árið 1943 hélt ég enn af stað, en nú í vesturveg, til Bandaríkjanna. Þar kynnti ég mér hraðfrystingu og hraðfrystivélar, aðallega hjá verksmiðju einni í Pennsylvania. Ferðin tók míg 27 sólarhringa. Fór ég með Brúarfossi gamla, og var siglt í skipalest. Heim kom ég svo aftur Stjóm L.i. 1952—1960. Myndin er tek- inn 1954. Fremri röð: Tómás Vigfús- son, Björgvin Frederiksen og Einar Gíslason. Aftari röð: Vigfús Sigurðsson og Guðmundur Halldórsson. Timarit iðnaðarmanna 9

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.