Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 12
í mars árið 1944. Allar þessar f'ræðslu- og kynnis- f'erðir mínar urðu mér til mikils gagns. Þær víkkuðu sjóndeildarhring minn gagnvart mönnum og mál- efnum almennt, og ég öðlaðist frekari kunnáttu í þeirri starfsgrein, þar sem ég hafði ákveðið að hasla mér völl. Atvinnureksturinn í vélsmiðju minni störfuðu oftast um 10 til 15 menn, en á haustin, þegar mest var að gera, komust þær tölur í 20 til 24. Okkar sérsvið var smíði og uppsetn- ing tækja og véla fyrir frystihús, og unnum við þau verk m.a. úti á landi og í öllum landshlutum. Fyrir- tækið gekk vel, ég hafði byggt stórt hús yfir starfsem- ina og vélakostur var ágætur. Við gátum orðið gert flest alla hluti sjálfir, og vorum lítið háðir innflutn- ingi varðandi frystikerfi okkar, nema helst sjálfar f'rystivélarnar og rafmótorana. En upp úr 1960 taka málin heldur betur aðra stefnu. Innflutningur á margs konar varningi verður f'rjálsari en áður hafði tíðkast, og farið var að flytja inn í stórum stíl þann búnað, sem ég hafði áður annast smíði á fyrir frysti- húsin og komið upp fyrir þau. Ég sá í hendi mér, að á þessum samdráttartímum í minni grein mundi ég tæpast geta staðið undir rekstri vélsmiðjunnar og öllum þeim fjárfestingum, sem ég hafði lagt í og dró því reksturinn að mestu saman. Þetta er einmitt svo táknrænt fyrir þau starfsskilyrði, sem iðnaðinum voru þá búin og eru raunar enn við lýði. Ovissuþátt- urinn í sambandi við iðnreksturinn er mikill og á engan að treysta, ef um tímabundna erfiðleika er að ræða. Ég hef'stundum sagt, að þeir eirtir, sem leiki á bæði kerfin og séu jöfnum höndum framleiðendur og innflytjendur, geti gert sér vonir um að komast af. Að vera tvöfaldur í roðinu með þessum hætti skapar fyrirtækjunum visst svigrúm. Ef illa horfir með innlenda framleiðslu, er bara að snúa sér að innflutningnum, og svo öfugt, ef birtir á nýjan leik yfir möguleikunum á því, að vinna vöruna hér heima. Þennan leik hafa margir lagt stund á. Félagsmálastörf Ég tók nokkuð snemma virkan þátt í starfsemi Meist- arafélags járniðnaðarmanna, en formaður þess fé- lags varð ég árið 1950 og gegndi því embætti til ársins 1953. Arið 1950, sama árið og ég varð for- maður Meistarafélags járniðnaðarmanna, kom ég fyrst á Iðnþing Islendinga. Það var haldið í Hafnar- firði. Arið eftir var Iðnþing haldið á Akranesi, og sótti ég það þing einnig. En á 14. Iðnþingi Islend- inga, sem haldið var í Reykjavík árið 1952, verða mikil tímamót í lífi mínu, því þá var ég kosinn f'orseti Landssambands iðnaðarmanna, 38 ára að aldri. Þessi upphefð kom mér alveg á óvart, og svo var sjálfsagt um fleiri. Þannig var, að Helgi Hermann Eiríksson, sem hafði gegnt forsetadómi Landssam- bands iðnaðarmanna við góðan orðstír frá stofnun Landssambandsins og í heil 20 ár, sagði af'sér á þessu Iðnþingi. Kjörtímabil hans var 3 ár, og hafði hann aðeins eitt ár að baki af kjörtímabilinu, enn voru því tvö ár eftir. Kjörnefnd stakk upp á því, að Einar Gíslason, málarameistari, sá mæti maður, yrði kjör- inn forseti, en hann hafði gegnt embætti varaforseta Landssambandsins. En málið æxlaðist svo, að iðn- þingsfulltrúar úti í sal kröfðust kosninga, og ég hlaut kosningu. Ég var fyrst og f'remst kosinn til þess að gegna starfi forseta út kjörtímabil Helga Hermanns, en ekki til að hefja nýtt. Hafa og sumir sjálfsagt litið svo á, að ég væri aðeins forseti til bráðabirgða, og þegar annar frambærilegur væri fundinn, þá tæki hann við. Málið fór þó svo, að ég var forseti allt til ársins 1960, er ég gaf ekki kost á mér til endurkjörs. Helgi Hermann sagði síðar við mig: ,,Ég var ekki alveg sáttur við það, að strákur úr iðnskólanum hjá mér tók við þeirri stöðu, sem ég hefði svo lengi haft með höndum og alltafmetið svo mikils. En þú hefur klárað þig vel af þessu.“ Tókst með okkur Helga ágætur kunningsskapur, og ég bar alltaf virðingu fyrir honum, eins og raunar allir þeir, sem honum kynntust. Veit ég t.d., að hjá systursamtökum Lands- sambands iðnaðarmanna á Norðurlöndunt var Helgi jafnan mjög í hávegum hafður fyrir góða menntun sína og almenna hæfni og kunnáttu. Árið 1954 tók ég sæti í skólanefnd Iðnskólans í Reykjavík, og sat þar í yfir 20 ár. Þar kynntist ég starfsaðferðum Helga vel, og áttum við þar ágætt samstarf. Hér eru ekki tök á því að geta alls þess félagsmálavaf'sturs, sem ég hef tekið þátt í um dagana. Ég vil þó ekki láta hjá líða að minnast á það, að ég hafði nokkur af'skipti af'stjórnmálum, m.a. var ég borgarfulltrúi í Reykja- vík árin 1954 til 1962 f'yrir Sjálf'stæðisflokkinn. Éger ekki að nef na þetta hér til að miklast af því, heldur vegna þess, að þarna f'ann ég ótvírætt, hversu miklu skiptir, að þeir, sem fást við málefni iðnaðarins, séu virkir í stjórnmálum. Það er bráðnauðsynlegt, að iðnaðarmenn reyni að láta að sér kveða í þeim stjórn- málaflokkum, sem þeir aðhyllast, og vinni að því að ná sætum á Alþingi og í sveitarstjórnum. I þessum efnum hefur orðið afturför. Mér virðist nef'nilega, að fulltrúum iðnaðarins hafi fækkað, hvort heldur er á Alþingi, í borgarstjórn eða í öðrum sveitar- stjórnum. Sjálfs er höndin hollust, og ég álít, að iðnaðarmenn viti sjálfir best, hvar skórinn kreppir. Iðnaðurinn er mikilsverð atvinnugrein og vaxandi, en hef ur löngum átt undir högg að sækja á opinber- um vettvangi varðandi úrbætur í aðbúnaðarmálum sínum. Ég er þeirrar skoðunar, að f'engju iðnaðar- menn að beita sér á Alþingi og í sveitarstjórnum, væri margt í betra horfi nú, framtak einstaklinganna yrði eflt og styrkur íslensks iðnaðar aukinn. Að iðn- 10 Timarit iðnaðarmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.