Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 13
aðinum þarf svo að búa, að hann geti tekið við því unga fólki, sem hópast út á vinnumarkaðinn á næstu árum. Til þess að tryggja iðnaðinum að ná þessu marki og tryggja honum viðunandi starfsskilyrði al- mennt í bráð og lengd, treysti ég iðnaðarmönnum best sjálfum. Þetta leyfi ég mér að segja með fullri virðingu fyrir stjórnmálamönnum okkar, sem auð- vitað hafa reynt að gera sitt besta. Starfið innan Landssambands iðnaðarmanna Ef litið er til baka og hugað að þeim málefnum, sem mest hafa borið á góma á Iðnþingum og í fram- kvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna, verða íljótt fyrir tvö mál, er gengu sem rauður þráð- ur í hagsmunabaráttu Landssambandsins. Hér á ég við fræðslumál iðnaðarmanna og iðnlöggjafar- og iðnréttindamálin. Auðvitað voru fleiri mál til um- fjöllunar og málaflokkar nokkuð breytilegir frá einum tíma til annars. Það er þó dálítið merkilegt, að sum þessara mála hafa verið rædd og fyrir þeim barist allt frá því að Landssambandið var stofnað fyrir 50 árum, og ekki er síður merkilegt, að enn eru þau á dagskrá. Eg held, að það væri ekki illa til fundið, að ég gripi hér niður í setningarræðu mína á 16. Iðnþingi íslendinga, en það var haldið á Akur- eyri 1954. Þar setti ég fram nokkrar óskir varðandi helstu áhugamál iðnaðarmanna, sem ég þá vildi sjá rætast á næstu árum. Þessi óskalisti minn hljóðaði svo: — Að Alþingi verði á komandi hausti við þeirri sann- girniskröfu, að iðnaðarmenn fái réttláta aðild að stjórn og störfum Iðnaðarmálastofnunarinnar. — Að nægileg fjárframlög fáist til þess að Ijúka iðn- skólabyggingunni í Reykjavík svo fljótt sem auðið er. — Að framhaldsdeildum verði komið á við iðnskóla fyrir sveina, og meistarapróf frá skóla verði lög- leitt. — Að framleiddur verði í landinu allur sá iðnvarn- ingur og iðnaðarþjónusta, sem vel reynist. — Að sköttum iðnaðarfyrirtækja verði stillt svo í hóf, að þeim verði gert kleift að leggja í varasjóði til endurnýjunar á vélum og tækjum. — Að Iðnaðarbankinn verði efldur og þannig aukin rekstrarlán til iðnfyrirtækja. — Að samþykkt verði lög um iðnskóla og að ríki og bæjarfélög beri reksturskostnað þeirra eins og annarra skóla, án þess að skerða íhlutunarrétt iðn- aðarmanna um starfrækslu skólanna. — Að sem fyrst verði hafist handa um byggingu Iðn- aðarmannahúss með sameinuðu átaki iðnaðar- manna. Björgvin Frederiksen var scemdur gullmerki Landssambands iðnaðar- manna árið 1968. Af því tilefni var þessi mynd tekin af honum á heimili hans. — Að byggingarmeisturum verði gert kleift að sýna samkeppnishæfni sína með því, að þeir verði eigi látnir sæta verri kjörum um leyfisveidngar og í skattaálögum en byggingarsamvinnufélög. — Að raforkuframkvæmdir verði stórauknar í byggðum landsins til eflingar iðnaðinum. — Að byggð verði fullkomin þurrkví, þar sem góð skilyrði verði til stálskipasmíða og viðhalds á stál- skipastól okkar Sumar af þessum óskum mínum hafa ræst að ein- hverju leyti eða öllu, en aðrar ekki. I fræðslumálum hefur ýmislegt verið fært til betri vegar, og glæsileg- ar iðnfræðsluskólabyggingar hafa risið, vel búnar húsgögnum, vélum og tækjum. Margt er þó ógert í þessum efnum, enda sjálfsagt ýmislegt í deiglunni. Þegar ég var hins vegar í iðnskóla, mátti maður passa sig á því að rífa ekki buxurnar sínar á stólunum, húsgögnin voru ekki merkilegri en það. Var því engum nemanum ráðlegt að fara í betri buxunum í skólann. Lengi stóð í nokkru stappi um aðild Lands- sambands iðnaðarmanna að Iðnaðarmálastofnun Islands, en sú stofnun er með vissum hætti forveri núverandi íðntæknistofnunar Islands. Það sjálf- sagða réttlætismál komst þó í höfn eftir nokkra bar- áttu, og hefur aðild Landssambandsins að stjórn þessarar mikilvægu stofnunar jafnan síðan verið tryggð með lögum frá Alþingi, þótt heiti stofnunar- innar hafi verið breytt a.m.k. í tvígang og starfssvið hennar endurskoðað. I Iagafrumvörpum hefur þó Timarit iðnaÖarrnaniia 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.