Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Síða 31
Fyrsti forseti Landssambands iðnaðarmanna var Helgi Hermann Eiríksson, verkfrœðingur, sem lengi gegndi embætti skólastjóra Iðnskólans i ReykjatAk.
Forseti Landssambandsins var hann í 20 ár, þ.e.frá 1932-1952. Þessimynd er af stjóm Landssambandsins árin 1947 til 1952, og situr Helgi Hermann
fyrir miðju, eins og vera ber. Aðrir 't stjóm eru talið frá vinstri: Guðjón Magnússon, skósmiðameistari, Einar G'tslason, málarameistari, Guðmundur H.
Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari og Tómás Vigfússon, húsasmiðameistari.
A 10 ára afmali Landssambands iðnaðarmannafannst þáverandi stjóm við hafi að minnast merkra tímamóta með sérstökum skemmtifundi og bauð á hann
tveimur fyrrverandi stjómarmönnum og tveimur heiðursmönnum að auki. Fundurinn var haldinn í Skiðaskálanum i Hveradölum, en þangað var haldið á
tveimur drossíum „eftir að fundarmenn höfðu samstillt hugi s'tna á skrifstofu Landssambandsins", eins og segir i frásögn frá þessum fundi i Timariti
iðnaðarmanna árið 1942. Hér er mynd úr þessari ferð, sem að öllum líkindum er tekin af Sveinbimi Jónssyni, er var með 't fór. Á myndinni eru talið frá
vinstri: Þorleifur Gunnarsson, Einar Gíslason, Helgi Hermann Eiríksson, Asgeir G. Stefánsson, Ragnar Þórarinsson, Guðmundur H. Guðmundsson,
Arsœll Amason og EmilJónsson.
Timarit iðnaðarmanna
29