Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 48

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Page 48
Svavcar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins Frumskylda við frqmtiðiwa Fyrir hönd Alþýðubandalagsins flyt ég Landssam- bandi iðnaðarmanna árnaðaróskir á íimmtíu ára af'- mæli sambandsins. A þeim tíma sem liðinn er frá stofnun Landssambands iðnaðarmanna hafa miklar sviptingar átt sér stað í íslenskum stjórnmálum og efnahagsmálum. Kjör alþýðu þessa lands hafa gjör- breyst til hins betra; því hefur valdið annars vegar samtakamáttur launafólks í landinu og stjórnmála- hreyfingar þess og hins vegar ör framþróun í fram- leiðslu, atvinnu- og efnahagsmálum. Sjaldan hafa umræður um orku- og iðnaðarmál verið ofar á blaði en einmitt um þessar mundir. Astæður eru þær, að við stöndum nú á þeim tíma- mótum að þurfa að leggja vaxandi áherslu á nýtingu orkulindanna til að tryggja hagvöxt í landinu, skapa auðævi og grundvöll fyrir batnandi lífskjörum. Um stefnuna í orku- og iðnaðarmálum hefur oft verið verulegur ágreiningur á Islandi. Þessi ágrein- ingur snýst fyrst og fremst um það hvort Islendingar eiga sjálfir að nýta orkulindirnar í eigin fyrirtækjum eða hvort þær á að afhenda útlendingum. Við höf- um reynsluna af því síðarnefnda — af álverinu í Straumsvík, sem hefur verið afhjúpað með eftir- minnilegum hætti á undanförnum mánuðum, þar sem m.a. kemur fram að um vanefnd sé að ræða á samningum fyrirtækisins við íslensku ríkisstjórnina. Sú reynsla sem við höfum fengið af álverinu í Straumsvík krefst þess, að Islendingar sjálfir takist á við það að reka hér stærri jafnt sem minni fyrirtæki í iðnaði. En það er ekki einasta reynslan frá Straums- vík, sem segir okkur þetta. Það er mikilvægast fyrir þessa litlu þjóð að hún hafi í hverju fótmáli auga á sjálfstæði sínu og varðveislu þess. Sjálfstæði þjóðar- innar verður ekki tryggt með öðrum hætti betri en þeim að Islendingar eigi sjálfir öll atvinnutækin og að við nýtum orkulandhelgi okkar einir með svipuð- um hætti og við nú nýtum fiskveiðilandhelgina. Það er eitt brýnasta verkefni Islendinga um þessar mundir að færa út orkulandhelgina og að reka út- lenda veiðimenn úr þeirri landheigi með svipuðum hætti og gerðist þegar Bretar og V-Þjóðverjar voru reknir út fyrir landhelgismörkin á sínum tíma. En umræðan um orku- og iðnaðarmál á liðnum árum hefur ekki eingöngu snúist um stóriðju og stór orkuver. Umræðan hefur beinst að öllum þáttum iðnaðarmála og ég fullyrði að aldrei hafa umræður Svavar Gestsson,Jormaður Alþýðubandalagsins. verið jafn líflegar og kappsamar eins og núna þau þrjú til fjögur ár sem Alþýðubandalagið hefur haft forystu fyrir uppbyggingu iðnaðarmála í landinu. Öll málefni iðnaðarins hafa verið á dagskrá, sam- keppnisstaða iðnaðarins og starfsskilyrði, lánamál iðnaðarins, aðflutningsgjöld vegna samkeppnisiðn- aðar, uppsafnaður söluskattur, aðlögunargjald, gengisþróun og hvað eina. Sömuleiðis hefur verið rætt um lánasjóði iðnaðarins og þar hafa átt sér stað verulegar og myndarlegar endurbætur. A sviði ein- stakra iðngreina hefur verið um að ræða skipulagt þróunarátak og hagræðingarstarfsemi. I þeint efn- um nefni ég málmiðnaðinn, skipasmíðaiðnaðinn, fataiðnað og ullar- og skinnaiðnað, húsgagna- og innréttingaiðnað, rafiðnað, lagmetisiðnað, sælgætis- og kexiðnað og einnig skóiðnað. Þannig má nefna mörg dæmi og í sumum þessum iðngreinum hefur átt sér stað geysileg framför sem birtist almenningi nt.a. í vaxandi úrvali íslenskrar iðnaðarvöru, sem þrátt fyrir allt stendur sig vel í harðnandi samkeppni við innílutning. Þetta kemur t.d. fram í sælgætisiðn- aðinum, sem sækir á um markaðshlutdeild nú, þrátt fyrir erfiðleika um hríð. Á sviði stærri iðnaðar, meiriháttar nýiðnaðar, hafa einnig verið að gerast hér mikil tíðindi, bæði að því er varðar þau fyrirtæki sem þegar eru hér í landinu, eins og álverið, járnblendiverksmiðjuna og kísiliðj- una, og einnig í sambandi við ný fyrirtæki sem skap- 46 Timarit iðnaðarmanna

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.