Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 49

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Qupperneq 49
aður hef'ur verið lagagrundvöllur. Sett hata verið lög um þrjú ný iðnaðarf'yrirtæki, þ.e.a.s. saltverk- smiðju, steinullarverksmiðju og stálbræðslu, og auk þessa eru fjölmargir aðrir stærri iðnaðarkostir á athugunarstigi. Fyrir alþingi liggur frumvarp til laga um sykurverksmiðju og á síðasta degi þingsins fyrir páskalilé var Iagt f'ram frumvarp til laga um kísilmálmverksmiðju á Reyðárfirði, sem er stærsta fyrirtækið sent Islendingar hafa ráðist í. Samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja virðist sem hér geti verið um hagkvæmt fyrirtæki að ræða, en aðalatriðið er það í okkar huga, að hér er verið að ráðast í alíslenskt stóriSjufyrirteeki, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Við teljum að með því að standa myndar- lega að stofnun og rekstri slíks fyrirtækis verði unnt að sýna og sanna að Islendingar geta vissulega sjálfir ráðið við það stóra verkefni að reka f'yrirtæki af slíkum toga. Það er einnig vert að nefna það, að á þeim árum sem liðin eru frá því Hjörleifur Guttormsson tók við iðnaðarmálum hef'ur farið fram myndarleg athug- un á möguleikum þess að nota innlenda orku í aukn- um mæli í stað innflutts eldsneytis. Það hafa verið teknar ákvarðanir um að ráðast í stórvirkjanir. Að líkindum verður Blönduvirkjun næsta stórvirkjun, þá Fljótsdalsvirkjun og síðan Sultartangavirkjun. Þannig er, hvert sem litið er, um að ræða verulega athafnasemi á öllum sviðurn iðnaðarins og ég full- yrði að aldrei hafi á þremur til fjórum árurn verið jafnmikið um að vera á þessu sviði og einmitt nú. En meira þarf' til. A næstu árum og áratugum verður iðnaðurinn í vaxandi mæli að skjóta stoðum undir líf landsmanna og lífskjör. Þess vegna er brýn nauð- syn að þjóðin sameinist um íslenska atvinnustefnu, en sú stefna hefur átt vaxandi fylgi að f'agna á und- anfornum árum og áratugum, hún hefur leitt þjóð- ina til heilla undir f'orystu Alþýðubandalagsins. Við vonum að Landssamband iðnaðarmanna geti tekið undir nauðsyn þess að Islendingar sjálFir nýti auð- lindir lands og þjóðar til gæfu komandi kynslóða í þessu landi. Við nýtingu auðlindanna ber okkur fyrst og fremst að gæta þess að rækta þær þannig að þær skili börnum okkar og barnabörnum betri arði en okkur. Það er frumskylda okkar við framtíðina, börn okkar og barnabörn. Með þessari kveðju sendi ég Landssambandi iðn- aðarmanna árnaðaróskir með von um að Landssam- handið geti tekið undir þau þjóðlegu viðhorf sem hljóta að vera forsenda hinnar íslensku atvinnu- stefnu og þar með hafnað þeirri óþjóðlegu orku- sölustefnu sem var forsenda álversins í Straumsvík, en á sér nú æ færri formælendur hér á landi. BIFREIÐAEIGENDUR Okkar sérgrein er hemlaþjónusta og hefur verið i yfir 20 ár. Eigum ávallt varahluti í hemlakerfi, þó sérstaklega í amerískar bifreiðir s. s. höfuðdælur, hjóldælur, handbremsubarka, vökvabarka, bremsuborða, diska, diskaklossa, bremsuskálar, bremsurör, bremsugúmmí, diskabremsudælur og þéttingar í þær og útíhersluhluti. Rennum ennfremur bremsuskálar og diska, límum á bremsu- borða og slípum bremsudælur. Einnig fyrirliggjandi bremsuborðar í flestar gerðir vöru- bifreiða og aftanívagna. ÚTGERÐARMENN OG VÉLSTJÓRAR! Eigum ávallt á lager bremsuborða fyrir togspil. STILLING HF. Skeifunni 11 . Sími 31340 og 82740 Txmarit iðnaðarmanna 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.