Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 52

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 52
Geir Hallgrímsson, formaður Sjalfstæðisflokksins Heillaóskir á 50 ára afmæli Landssambands iSnaðarmqnnq Nú þegar 50 ár eru liðin frá stofnun Landssambands iðnaðarmanna, er það ánægjuefni að eiga þess kost að flytja Landssambandinu og íslenskum iðnaðar- mönnum hugheilar heillaóskir í nafni Sjálfstæðis- flokksins og allra sjálfstæðismanna. Þótt 50 ár sé ekki langur tími, hefur margt breyst og miklar framfarir átt sér stað í atvifmulífi og lífs- kjörum fólksins í landinu. Islenskir iðnaðarmenn og samtök þeirra, eins og Landssamband iðnaðar- manna, hafa haft miklu hlutverki að gegna í þessari hálfrar aldar framfarasókn íslendinga og það ber að meta og þakka að verðleikum. Islenskt atvinnulíf stendur nú á tímamótum. Landbúnaður tekur alls ekki við auknu vinnuafli og sjávarútvegur aðeins að takmörkuðu leyti, þegar flskstofnar eru ýmist fullnýttir eða ofnýttir. Eftir nálega tvöföldun botnflskafla á nokkrum árum í kjölfar 200 mílna útfærslu efnahagslögsögu okkar, er ekki unnt að ætlast til að sjávarútvegurinn standi undir nauðsynlegum hagvexti næstu áratuga. Það verður hlutverk iðnaðarins. Við íslendingar höfum til þessa aðeins nýtt lítinn hluta þeirrar auðlindar, sem fólgin er í fallvötnum landsins og jarðvarma til hagsbóta fyrir landsmenn. Sá auður, sem fólginn er í þekkingu og hugviti mannsins sjálfs, er þó mikilvægasta auðlind Islend- inga, og meðan.einstaklingurinn fær ekki notið sín, er sú auðlind heldur ekki nýtt sem skyldi. Aðkallandi verkefni blasa hvarvetna við og stórhuga aðgerða er þörf til að tryggja viðunandi lífskjör í framtíðinni. Annars vegar þarf að bæta almenn starfsskilyrði at- vinnuveganna og leysa þannig úr læðingi atorku, hugvit og framtak einstaklinganna og hins vegar þarf að stórauka nýtingu orkulinda landsins, ef við viljum örva atvinnustarfsemina og auka atvinnu um land allt. A landsfundi Sjálfstæðisflokksins s.l. haust voru atvinnumálin helsta umræðuefnið og ályktun sam- þykkt undir heitinu „Leiðin til bættra lífskjara." A yfirstandandi þingi hafa sjálfstæðismenn flutt m.a. Geir Hallgrímsson}formaður SjálfstœSisflokksins. þingsályktunartillögur um iðnaðarstefnu og hag- nýtingu orkulinda landsins til stóriðju. Eg leyfi mér að drepa á nokkra þætti í þessum tillögum Sjálfstæðismanna, en lögð er áhersla á eftir- farandi m.a.: — Iðnaðurinn njóti jafnréttis í aðstöðu og starfs- skilyrðum miðað við aðrar innlendar atvinnugrein- ar og erlenda keppinauta. — Kostir frjálsra viðskipta og markaðskerfls verði nýttir og heilbrigt framtak og þekking njóti sín, en einstaklingsframtak og lítil og meðalstór fyrirtæki hafa sérstöku brautryðjendahlutverki að gegna. — Nýting orkulinda til stóriðju skýtur fjölbreytt- ari stoðum undir atvinnulífið, leiðir til lægra orku- verðs, bætir skilyrði almenns iðnaðar og fjölbreytt iðnaðarverkefni fylgja í öllum landshlutum. — Skatta- og verðlagslög örvi eignaraðild almenn- ings í atvinnurekstri, stuðli að eigin fjármagnsmynd- un einstaklinga og fyrirtækja og þeim verði á engan hátt mismunað eftir rekstrarformum. 50 Timarit iðnaðarmamia

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.