Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 61

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1982, Side 61
usta í málmiðnaði er einnig mjög mikil í landinu, og er þar fyrst að nefna viðgerðir á vélum, tækjum og bifreiðum, uppsetningu og samsetningu á vélum og vélahlutum ásamt viðhaldi slíkra tækja, alls konar þjónusta við verktakastarfsemi og svo mætti lengi telja. Af þessu má sjá, hversu geysivíðtækur málm- iðnaðurinn er, og hvernig hann grípur inn á nær öll svið atvinnustarfseminnar. Skv. spá orkuspárnefnd- ar um þróun mannafla í íslenskum atvinnuvegum áratuginn 1980—1990 mun iðnaðurinn þurfa að taka við um 6000 manns af þeim 16.000, sem bætast munu á vinnumarkaðinn á þessu u'mabili. Af þessu fólki þyrfti málmiðnaðurinn að taka við V3 hluta, þ. e. um 2000 nýjum ársstörfum. Möguleikar í málmiðnaði eru vissulega ntiklir, en til þess að málm- iðnaðurinn nái því að standa undir þessum 2000 nýju störfum verður hann að auka markaðslilut- deild sína innanlands og auka útffutning. Slíkt verð- ur þó ekki nema framleiðni í málmiðnaði aukist frá því sem nú er. Varðandi skipaiðnaðinn sérstak- lega er óhætt að fullyrða, að þar hafa orðið miklar og stöðugar framfarir. Þar sem best lætur standa Is- lendingar jafnfætis þeim nágrannaþjóðum okkar, sem við gjarnan berum okkur saman við. Horfurnar framundan eru þó allt annað en bjartar og óvissan hefur ef til vill aldrei verið meiri en nú. Omögulegt er um það að spá, hvort verulegur samdráttur er óumílýjanlegur á næstunni. Að undanförnu hefur í fjölmiðlum verið rekinn gegndarlaus áróður fyrir þ\ í, að flskiskipaflotinn sé allt of stór, aflinn dreifist á of mörg skip, og rýri þar af leiðandi tekjur útgerð- ar og sjómanna. Þessi áróður er svo megn og hefur verið svo langvinnur, að í alvöru er farið að tala um að stöðva skipasmíðarnar. Er þá talað um að stöðva þær í 2—3 ár. I þessum umræðum er nær eingöngu stuðst við þau rök, að grípa hafi þurft til mikilla aflatakmarkana og fjölgun ski apdaga, en lítil tilraun er á hinn bóginn gerð, til þess að líta á málin á breiðari grundvelli, og horfa aðeins lengra en til líðandi stundar. Það ætti hverjum manni að vera ljóst, að endurnýjunarþörf fiskiskipastólsins er mikil á næstu árum, jafnvel þó að gert sé ráð fyrir því, að flotinn minnki og aflinn verði veiddur af færri skip- um. Má í því sambandi benda á, að meðalaldur tlot- ans er um þessar mundir u. þ.'b. 18 ár, en æskilegur meðalaldur fiskveiðallotans er talinn af fróðum mönnum um 10 ár, þ. e. að hann sé endurnýjaður á um 20 árum. Til þess að ná því marki, og tryggja jafnframt innlendum skipasmíðastöðvum eðlilega hlutdeild í markaðnum, þarf að endurnýja skipa- stólinn jafnt og þétt, en forðast þær miklu sveiílur, sem jafnan hafa einkennt endurnýjun fiskiskipaflot- ans hérlendis. Hannes Vigfússon: Raf- og rafeindaiðnaður Framleiðsla á raf- og rafeindatækjum er ekki fyrir- ferðarmikill iðnaður í íslensku atvinnulífi. Álitið er, að á síðustu árum hafi starfað aðjafnaði um 150— 170 manns við þessa framleiðslu, en það er mun lægra hlutfall af mannafla í iðnaði en í nágranna- löndunum. Sem dæmi má nefna, að á hinum Norð- urlöndunum starfa 5—9% mannafla í iðnaði við framleiðslu raf- og rafeindatækja. Ef sami fjöldi væri starfandi við þessa grein hér á landi, væru það a. m. k. 1.000 manns. Þó að ekki hafi myndast hér umtalsverður framleiðsluiðnaður á sviði rafiðnaðar, hefur starfsemin á hinum seinni árum orðið mun víðtækari en áður. Sem dæmi um þetta má nefna, að rafbúnaður og stór hluti stjórnbúnaðar í orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi er innlend hönn- un og smíði. Ætla má, að möguleikar innlendra aðila til aukinnar þátttöku í hönnun og smíði rafbúnaðar í orkuver séu miklir í framtíðinni. Lög um orkuver, sem samþykkt voru á árinu 1981, fela í sér kaup á rafvélum og tækjum að upphæð um 1600 millj. kr. á verðlagi desembermánaðar 1981. Ekki er óeðlilegt að ætla, að hlutur innlendra aðila þar af geti orðið u. þ. b. helmingur, eða 800 millj. kr. í áliti til Verk- efnisstjórnar í rafiðnaði (VIR) telja sérfræðingar, að til viðbótar þeim verkefnum, sem innlendir verktak- ar við orkuver hafa innt af hendi, sé hérlendis kunn- átta til þátttöku í fleiri viðfangsefnum. Dæmi slíks má nefna smíði gangráða, segulmögnunarútbúnað ýmsan, hjálparbúnað við afivélar, stjórnbúnað og ýmsan annan búnað í stöðvarhús. Auk þess sem að framan greinir hafa nokkur fyrirtæki á síðustu árum hafið framleiðslu á rafeindatækjum. Eru það eink- unt tæki tengd útgerð og fiskvinnslu, s. s. rafeinda- vogir og oMueyðslumælar. Fyrir u. þ. b. 2 árum var unnin hjá Landssambandi iðnaðarmanna spá m. a. um þörf rafiðnaðar fyrir faglært vinnuafi. Urðu helstar niðurstöður þær, að áætluð þörf fyrir nýja rafvirkja væri 53—64 menn á ári hverju. Meðalfjöldi útskrifaðra rafvirkja var á hinn bóginn 45 á ári á árunum 1970—1974, en 75 á ári tímabilið 1975— 1978. I spá um þróun heildarmannafia í smíði og viðgerð rafmagnstækja og rafvirkjun, tengdri mannvirkjagerð, var búist við, að mannaílinn ykist nokkuð og yrði um 1450 manns árið 1982, en u. þ. b. 1700 manns árið 1987. Samkvæmt lauslegri könnun lætur nærri, að mannafii í rafiðnaði, þ. e. rafverktakar, rafvirkjar og nemar, hafi verið u. þ. b. 1350 á árinu 1981. í útvarpsvirkjun og skriftvéla- virkjun hafi starfað um 230 manns. Þá hafi um 400 manns starfað við orkuframkvæmdir hins opinbera, án aðildar almennra verktaka. Á undanförnum ár- Timarit iðnaðarmanna 59

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.